.. Þá mæli ég með veitingarstaðnum Madklubben.
Ég borðaði þar í fyrsta skipti með kæróinum um daginn. Þar er ótrúlega fínn matur og fínn veitingastaður. Verðin eru fáranlega góð, en fyrir 300 danskar krónur, færðu forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Ef þú ert að hugsa 3 þunnar skífur af radísum, eina skitna apasstöng með dreitil af hunangssósu og spírum í forrétt og tvær litlar lambakótilettur með smáskál af kartöflustöppuslettu og skeiðfylli af sósu, YOU ARE WRONG!
Svona var þetta:
Þessi TarTare var í forrétt, góð stærð eiginlega heimskulega gott – þrátt fyrir að þetta hrátt kjöt. Kæróinn sagði að þetta væri algjört möst.
Svo já, aðalrétturinn, gerið ykkur viðbúin.
Einmitt, þetta var reyndar til að deila. Þetta var hjúts. HJÚTS. Ekki láta myndirnar blekkja ykkur, við náðum að borða helminginn af þessu. Smakkaðist stórkostlega og ég borðaði það mikið að ég fann án gríns fyrir maganum mínum teygjast. Kæróinn borðar eins og rostungur, en eins og ég sagði, við kláruðum þetta ekki.
Ég auðvitað tók þetta með í doggybag og gaf ágenga heimilislausa manninum sem er alltaf fyrir utan metró stöðina mína restina. Hann var mjög glaður.
Svo borðaði ég ostaköku í lokin sem ég andaði ofan í mig, ég gat ekki hætt. Þetta var eiginlega vandræðalegt.
Þessi, ó þessi.
Að reyna anda eðlilega og melta þetta brjálæði með Christiansborg og sólsetur fyrir framan okkur, ofur rómó!
Madklubben, Köben, solid!
Skrifa Innlegg