SKO .. Eftir að Dunkin Donuts opnaði heima þá ákvað ég að kanna málið. Ég er nokkuð mikill kleinuhringjagaur, ég ætla ekki að ljúga. Röðin á Dunkin Donuts áður en það opnaði skil ég ágætlega, ég hefði alveg getað gert slíkt hið sama, WHYYY NOT. Finnst allavega glatað hvað fólk er að drulla yfir þetta. Jæja ..
Ég fór á Dunkin Donuts, því ég var forvitinn að sjá hvað allt þetta hæp was all about.
SVO .. Ég verð að segja kæru vinir, að við erum búin að vera með fullt af spennandi kleinuhringjum í Hagkaup allan þennan tíma sem eru MIKLU betri en Dunkin Donuts. Dunkin kleinuhringirnir eru þurrir á meðan Hagkaupskleinuhringirnir eru mjúkir og bráðna í trantinum.
Ekki misskilja mig, ég get alveg borðað þessa kleinuhringi. En ég fer frekar í Hagkaup og næ mér í karamellukleinuhring með lakkrís eða smarties en að fara á Dunkin Donuts, pow!
DUNKIN DONUTS 5/10
KLEINUHRINGIRNIR Í HAGKAUP 9,5/10
Skrifa Innlegg