Krakkar, ókei. Ég veit ekki hvort að þið áttið ykkur á þessu. Ég vaknaði í gærmorgun og hugsaði án gríns með mér, fffffjandinn hafi það! Celine Dion í bænum og ég er ekki með miða. Mér fannst þetta alveg svona, án gríns ömurlegt. Svo ég ákvað að auglýsa eftir miðum á Snapchat, en traffíkin þar hefur aldrei verið meiri svo ég krossaði fingrum að þarna væri einhver engill með miða í hendi sem gat svo orðið minn. Það tók ekki nema kannski korter og ég var kominn með miða! Celine fyrir mér svona hvernig fólk elskar Beyonce, ég fýla alveg Beyonce. En ég var svona little gay kid að syngja My Heart Will Go on –
Annars voru tónleikarnir geggjaðir, og hún er náttúrulega bara eitthvað annað. Ég fór með Kollu vinkonu og kærasta hennar Andra, en ég og Kolla fórum að sjá Beyonce árið 2013 eða 14 líka, svo það var eiginlega brjálaðslega gaman að fara á Queeeeen Celiiiine líka. Ég documentaði þessa tónleika nokkuð vel á Snapchat (helgiomars) og ég hef án djóks – aldrei – fengið eins mikið repons og komment síðan ég byrjaði að snappa. Ég hélt að fólk mundi alltaf spóla yfir svona tónleika, en greinilega ekki í þetta skipti. Ég tók tæplega hálftíma metroferð heim frá tónleikunum og mig verkjaði í puttana að svara öllum. Allir elska Celine, ég er að segja ykkur það. Eflaust líka hinir hörðustu kögglar.
OUTFIT:
Skyrta: Acne Studios
Stuttbuxur: H&M
Skór: Acne Studios
Dúllu ást á Celine –
Celine fær alveg hjúts plús fyrir klæðnaðinn hennar. Hún var í einum kjól (sjá mynd), annars var hún bara casual with a hint of súperglam. Meira og minna bara í jeans og t-shirt, allt steinað með allskonar steinum auðvitað og algjört lúxus. En samt svo minimalísk þannig séð. Sjúklega skemmtilegt.
Þríeykið – æ sorry Andri með lokuð augun en ég tók bara þessa mynd!
Svo endaði skvís í miðjum salnum. En hún krafðist þess að hún sýndi líka þeim sem sitja aftarlega athygli og fengi að finna fyrir þeirra nærveru líka. Það var frekar krúttlegt.
Takk fyrir mig Celine Dion! IIIIII, LOOOOOVE, YOOOOU, PLEASE SAY YOU LOOOOVE MEEE TOOOOO
Þið misstuð af miklu á snappinu svo addið eeennúna; helgiomars
Skrifa Innlegg