.. er snilld!
Eitt sem ég sakna einstaklega mikið við Ísland. Það er að vera spontant! Íslendingar mega eiga það að vera gæddir þeim eiginleikum (segi kannski ekki allir, en flestir í kringum mig) að vera spontant! Í hvert einasta skipti sem ég er á Íslandi, þá vakna ég og ég veit ekki alveg hvað ég er að fara gera yfir daginn. Stundum veit ég mest af því sem er að fara gerast, en yfirleitt er eitthvað svona sem kemur á óvart og það er bara gulls virði. Hér í Danmörku veit ég meira og minna hvað ég er að fara gera yfir daginn. Danskur hverdagur er svolítið mikið bara á blaði (smá alhæfing, en svona að mörgu leyti, sorry meðmig!), dagbók, dagatali, allskonar aftaler og allt er pínu svona já, stúktúrerað og pínu dull stundum.
EN, ég var á Íslandi og alltíeinu hóuðum við saman vel völnum einstaklingum og fórum út að borða á Saffran, alltaf ánægjulegt. Svo alltíeinu ákváðum við fjórir vinirnir að fara í Bogfimi, og það var – snilld – .. og mér fannst ég vandræðalega góður.
Þessi er fyndnastur
Þetta var mín fyrsta tilraun, sem segir okkur það að Legolas er líklegast forfaðir minn ..
Þetta var bara að mörgu leyti svo tjullað, hef aldrei prófað þetta og fooookk hvað þetta var gaman, og hvað mér leið eins og bad ass.
Arnar bró og Einar ..
Líklegast að tala um hvað ég er frábær í þessu nýja hobby mínu ..
Einn örvhentur ..
Þetta sýnir algjörlega hvað við urðum miklir pro’s á stuttum tíma .. Ég átti flestar örvarnar á andlitinu og þar með krýni ég sjálfan mig bestan af þeim öllum, eehehe.
Atvinnumaður að störfum ..
Lesið fyrir ofan
Beztir
Þessa munuði sjá aftur, eflaust á einhverju móti. Heimsmeistara móti jafnvel, vitið bara til ..
Skrifa Innlegg