fbpx

BLEIK SLAUFA –

PERSONALUMFJÖLLUN

Þessi færsla á svosem bara að vera einföld og svona hnitmiðin. Það er sláandi staðreynd að á ári hverju greinast um það bil 800 konur á Íslandi með krabbamein og 300 af þeim konum tapa baráttunni. Bara sú staðreynd gjörsamlega snýr maganum á mér á hvolf. Ég get ekki lýst því hversu hræddur ég er við krabbamein. Ég held ég hafi verið með krónískan kvíða yfir þessu frá því ég var krakki. Ég hef einu sinni sjálfur lent í krabbameinshræðsluatviki, þá fékk ég hnút á hægra eða vinstra eistað og ég man bara eftir því að ég gjörsamlega fór í klessu. Það kom blessunarlega í ljós að þetta var ekki krabbamein heldur einhver bláæðahnútur sem fór af sjálfum sér.

Svo ég bið bara þá sem eru að lesa, aldrei missa af brjósta tjékki, nuddið bjóst reglulega og tékkið punginn og eistun í sturtu vel og áreiðanlega. Ef þið finnið fyrir einhverju, ekki hika, bara beint til læknis.

Fyrir þá sem hafa misst nákominn af krabbameini, hugur minn er hjá ykkur alltaf og hjálpumst að –

Hér er hægt að kaupa bleiku slaufuna hjá Krabbameinsfélaginu – 

@helgiomarsson

NÝJU TINDARNIR -

Skrifa Innlegg