Ég er mikill aðdáandi Bernie Sanders, svo mér fannst einstaklega skemmtilegt að sjá að merkið fína, Balenciaga, heiðraði hann með því að nota mjög áberandi innblástur frá logo herferð Bernie á flíkum haust línunnar merkisins.
Hér er logo-ið fræga
Hér má sjá flíkurnar sem frumsýndar voru um daginn á Balenciaga showinu:
Ég viðurkenni alveg fúslega að ég er drullu stressaður yfir því að T(p)rump er orðinn forseti. Ég fylgdist alveg nokkuð vel með þessu og var svo hissa á því hvað Ameríka geymir alveg ógeðslega mikið af nautheimsku fólki. Finnst það eiginlega óþæginlegt. Að mörgu leyti þykir mér heimurinn okkar vera á svo órólegum stað að það hefur lúmsk áhrif. Hér í Kaupmannahöfn er búinn að koma steypuklumpum fyrir á aðalgötum borgarinnar, þá sérstaklega á Strikinu og þar í kring, en þetta er til að koma í veg fyrir að rændur vörubíll keyri ekki með krafti niður fólk. Æ ég veit ekki – mikið vona ég að heimurinn okkar taki góða u-beyju bráðum beint í átt að friði, ró og bullandi kærleik. Sé ekki framá að það gerist, en mikið ótrúlega mikið vona ég það.
Peace!
Skrifa Innlegg