H&M, hún er alltaf jafn indæl. Kemur manni alltaf skemmtilega á óvart! Sérstaklega í þetta skiptið, það var margt sem ég horfði á og skoðaði.
Einnig var þar karlmannslína sem var öll útí pallíettum, netum, glimmer og glingri – hreint og beint hræðilegt. Ég ætlaði að voga mér að máta einhverjar flíkur til að deila með hér á Trendneti, en ég fékk mig ekki í það. Það var hálf vandræðalegt að vera skoða flíkurnar. Hver veit ég geri mér morgunferð þegar fáir eru í bænum. Þetta er nokkuð fyndið.
Annars mátaði ég nokkuð mikið, hlýjar og stórar flíkur voru mest fyrir valinu í mátunarklefanum þetta skipti.
Ó þú fagra Jóla – Kaupmannahöfn.
Fannst hún nokkuð juicy í hillunni, svo var hún kannski ekki alveg minn tebolli, pínu skemmtileg samt!
Þessi var rosa flottur – en hann gjörsamlega sogaði að sér ryki.
Sold! Þessi er æði æði æði – ég elska hana!
Skrifa Innlegg