Carrie Bradshaw sagði einu sinni – “I like to see my money where I can see them .. hanging in my closet.”
Mér finnst þetta nokkuð sniðugt. Sannleikurinn er þó sá, að þegar ég prófaði þennan Arnarhól jakka frá 66°Norður þá fékk ég þessa tilfinningu sem við óskum öll eftir þegar við erum að versla, “Ejá, eeeejá, næs, sold! SOLD!!”
Á þeim tíma var ekki mikið til í buddunni og ég þurfti að kyngja því að þetta þyrfti að bíða til betri tíma.
BETRI TÍMAR ERU HÉR! Ég lék ekki í stórskrýtni Fields auglýsingu fyrir ekki neitt, ég klikkaði ekki á myndavélatakkann eins og bavíani fyrir ekki neitt, HREINT EKKI. Ég er í fyrsta skipti að leyfa sjálfum mér að fjárfesta örlítið, kortið fékk að finna aðeins fyrir því í H&M í gær, meira um það seinna, og í morgun, á meðan ég lá glorhungraður, gerðist það aftur.
Arnarhóll, er á leiðinni til mín til Kaupmannahafnar, og anskotinn hvað ég er ánægður með sjálfan mig akkúrat núna.
_________
When I tried this coat from 66°North, I sort of knew I had to have it. I wasn’t exactly rich (poor actually, poor I tell you) at the time. So now after hard work, I can afford to use my credit card on something else than groceries. SO BAM! I ordered this coat this morning, and I’m so excited.
Skrifa Innlegg