fbpx

ÁRAMÓTAKVEÐJA.

ÍSLANDPERSONALSITUATIONSTYLEYNDISLEGT

Ég gæti í rauninni ekki útskýrt hvernig hausinn á mér virkar um áramótin. Þetta er tíminn sem ég hvað minnst stjórn á tilfinningum mínum og ég þarf virkalega að vinna úr hlutum fortíðarinnar í von um að ganga hamingjusamur inní nýja árið. Árið mitt hefur verið stanslaus lærdómur, og hef ég kynnst sjálfum mér betur en nokkurntíman og sérstaklega staðið með sjálfum mér, meira en nokkurntíman. Ég er stoltur af sjálfum mér, ekki útaf verkefnum, vinnu eða yfirborðskenndum hlutum heldur að þeim andlega styrk sem ég hef náð að temja mér í gegnum árið 2013. Ég á enn langt í land, en ég mun halda óður áfram á þeirri braut sem ég er búinn að vera á.

Ég uppgvötaði sjálfan mig á margvíslegan hátt, góðan og slæman og þaðan mun ég vinna að því sem má bæta, og rækta það sem ég var glaður með.

Ég hef haft kærastann við hliðin á mér í gegnum allt árið mitt og það er ótrúlegt að hugsa til þess hversu mikið ég hef lært af honum, hvað hann hefur gefið mér mikið og hvað við höfum gefið hverjum öðrum. Hann gerir mig virkilega að hamingjusamasta manni í heiminum og er ég svo þakklátur að geta byrjað árið með hann mér við hlið. Hann spilaði svo sannarlega stærsta hlutverk á árinu mínu og þar af leiðandi gaf mér langmest.

Á síðasta ári voru margir hlutir sem ég þurfti að gera upp, en í ár, er það aðeins þakklæti og ánægja sem ég tek með mér frá árinu sem er að líða.

Mikið af fólki stendur einnig mikið uppúr frá þessu ári sem hafa gert mér gott.

Þið kannski ekki getið ekki alveg ímyndað ykkur hvernig samskipti okkar Trendnet bloggarana eru, sjaldan en stundum hefur þetta verið ágætt efni í raunveruleikaþátt. En samskipti okkar eru að mestu alveg ótrúlega uppbyggjandi, þvílíkt stuðningsrík og góð er maður er í einhverjum vafa með eitthvað. Ég er þeim ótrúlega þakklátur. Einnig þykir mér nauðsynlegt að skrifa Eygló og Díönu hjá Mood Make Up School og Björk Eiðs og Elínu Arnar hjá MAN magasín.

Auðvitað allir hinir og lesendur, vinir og fjölskylda og kunningjar.

TAKK FYRIR ÁRIÐ – TAKK FYRIR MIG.

ÁRAMÓTAKVEÐJA FRÁ MÉR :-)

Eigði yndislegt kvöld og fullt af knús og kærleik á ykkur.

2SMALL

OUTFIT 2013.

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sandra

    31. December 2013

    Þú ert yndislegur Helgi! Gleðilegt nýtt ár xx