fbpx

AÐ KOMAST HEIM ..

HOMEPERSONAL

Ég er mjög heimakær einstaklingur. Mér finnst fátt betra en að vera á Seyðisfirði í faðmi fjölskyldunnar og njóta mín í heimahögunum. Ég, eins og margir aðrir sem búa erlendis fæ af og til mikla heimþrá en aldrei eins mikla þegar líður að jólum. Ég kom heim frá Kína 6 desember og það þýddi að ég þyrfti að vinna vel og vera duglegur í 13 daga og þá kæmist ég heim. Ég veit ekki hvaða yfirnáttúrulega afl, eða jú bölvun var yfir mér að ég gjörsamlega fannst ég ekki eiga neitt að gefa, og hugurinn var fljótt kominn heim á undan sjálfum mér. Þess vegna hefur eftirvæntingin verið svakalega mikil.

Flugið frá Kaupmannarhöfn seinkaði um einn og hálfan klukkutíma, já, drepiði mig. Ég hélt ég ætlaði á flogakast úr stressi þegar ég hljóp útúr vélinni. Það er ekki eins og einhver pikki mig upp á flugvöllinn og ég er kominn heim í eitthvað hús í Kópavogi, WRONG! Ég þarf að ná innanlandsfluginu til Egilsstaða sem ég hefði misst af, útaf seinkuninni. Mér til mikillar gleði ákvað guðinn Þór, Allah, Buddah, stjörnukortin, hvað svosem það getur verið að seinka innan landsfluginu, svo ég komst heim. Það var lengsti klukkutími í lífi mínu, en vá, mér leið eins og ég hafi verið tekið sem gísl og þvingaður í þrælkun og loksins slapp ég útúr henni og komst heim þegar ég labbaði loksins úr vélinni. Jú dramatískt, en tilfinningin að komast heim var yfirþyrmandi!

Ég er semsagt kominn, í stórri litríkri (immit) peysu, í gömlum stuttbuxum af pabba, í röndóttum sokkum og úfið hár, nýbúinn að spila Sequence með mömmu, að borða skyr, með hundinn minn ofan á mér.

Sorry EN ÞVÍLÍK .. ANSKOTANS, GLEÐI!

Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset

 

Þarna tók flugstjórinn smá rúnt, fór út fyrir landið og yfir sjóinn til að vera aaaaðeins chillaðari ..

FRIENDS & SEX AND THE CITY PEYSUR FRÁ MANNERS

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Anonymous

    21. December 2014

    Velkominn heim Helgi!! Gleðilega hátíð til þín ❤️