Ég var ekki alveg viss hvað var í gangi þegar ég labbaði niður á neðstu hæðinni í ATMO þar sem búðin 9 Líf er staðsett. Ég var ekki vissum að þetta væri einhversskonar concept búð, eða íslensk hönnun að einhverju leyti. Þetta er vintage búð, en þetta eru allt flíkur úr gámum Rauða Krossins, flíkurnar eru á ótrúlega góðu verði, í rauninni bara ódýrt og einstaklega fínar. Einnig yndislegt að gróðinn frá búðinni fer í Rauða Krossinn, win win fyrir alla! Ég er ekki mikið fyrir vintage en þarna fann ég margar gersemar sem ég hefði ekki hikað við að versla væri ég peningalega stabíll. Æðislegar og flottar flíkur sem hanga þarna.
Féll alveg fyrir þessari – sé svolítið eftir henni.
Guðný fann jólakjólinn sinn.
Þessi fékk að koma með mér heim :)
Fín vintage Calvin Klein golla – of lítil á mig, en ótrúlega falleg!
Gaman gaman!
Skrifa Innlegg