fbpx

29

PERSONALYNDISLEGT

Þann þriðja júní síðast liðinn datt ég inní síðasta árið mitt sem tuttugu og eitthvað. Tilfinningin var góð og ég er hægt og rólega að komast yfir króníska dramakastið mitt yfir því að ég sé að eldast. Hægt og rólega sé ég að fá að eldast er hin besta gjöf sem við getum fengið. Sérstaklega þegar við erum alltaf að fá áminningu um að lífið er ekki sjálfssagt og hvað erum heppin að eiga í okkur og á og almennt bara að vera lifandi.

Við Kasper förum yfirleitt í afmælisferðir, Róm, París, Japan. En í þetta skiptið þá var fátt annað í boði að skella okkur í ferð innan landamæra Danmerkur. Hljómar alltílagi, en var miklu betra en það! Danmörk er ekki stór en hún er stútfull af allskonar demöntum. Við leigðum okkur sumarbústað á Sjálandi og fögnuðum afmælinu hans þann 31 maí, þar sem við fengum til okkar vini og grilluðum mat og okkur sjálf því það voru gullfallegar 23 gráður og í skjóli!

Þessi prins auðvitað með –

Elsku besta Ragga mín Nagli kom og heilsaði uppá mig.

Ég spáði frekar mikið í því hvað ég átti að bjóða uppá. Svo sá ég að þessi bakki var í sumarbústaðnum og svo amerískar pönnukökur og með því varð fyrir valinu – og kláraðist!

Fólkið mitt góða –

Yndislegu vinir mínir hjá Bake My Day gáfu mér þessa köku í afmælisgjöf!! Þau þekkja mig fram og tilbaka með þessa Nocco dós –

Instagram: @helgiomarsson

FÖSTUDAGSLISTINN -

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    8. June 2020

    Til hamingju aftur – dönsku drauma dagar !!

  2. Hildur Sif

    8. June 2020

    <3 <3