Árið næstum því á enda.
Áramótin skipta mig alveg ótrúlega miklu máli, og finnst mér alltaf mikilvægt að horfa tilbaka og fara yfir liðna tíma. Skoða gamlar myndir og allt sem því fylgir.
Þetta er búið að vera gott ár, og ég gæti ekki verið þakklátari fyrir allt sem hefur gerst fyrir mig.
En ég ákvað að skella í eina færslu þar sem ég fer yfir 2013 með myndum úr símanum.
Ég flaug til Barcelona, svaf á svaka fínu hóteli.
Ég var þar ekki til að bara njóta og sóla mig – hreint ekki, ég var þar að vinna í góðum 3 eða 4 Icelandair auglýsingum, safnaði mér þar stórum góðum baugum og kynntist yndislegu fólki.
Svaf alla leiðina tilbaka í First Class, THAT’S RIGHT, FIRST CLASS!! (Er ófeiminn við að monta mig því sú snilld er ekki að fara endurtaka sig í bráð.)
Ég dansaði í Pölluhúsi á meðan það var stormur fyrir utan.
Ég áttaði mig á því snemma á árinu að ég hafði engan áhuga á að lifa án kærasta míns, svo ég flutti aftur til Köben í janúar OG skellti mér Egyptalands sama mánuð, ég skil ennþá ekki hvernig mér tókst það, en hey .. I did it.
Ég sat ofan á úlfalda sem ég kallaði Abdul (Like Paula) #stolið
.. og hreinlega baðaði mig í sólinni eins og mér væri borgað fyrir það – og þar afleiðandi brann ég suddalega á augnlokunum.
Fljótlega eftir það flaug ég aftur heim og tók myndir af lokaprófunum í Mood Make-Up School. Það er alltaf jafn skemmtilegt og flaug líka heim til Seyðisfjarðar og hvað er betra en Seyðisfjörður?
Ekkert, það er ekkert betra en Seyðisfjörður, maaa gawd.
Ég og mamma hygge-uðum okkur í Reykjavík og hún fór á árshátíð Landsbankans og ég held að ég hafi farið að djammza. Jæja, dagurinn með henni var eftirminnilegur!
Ég var duglegur að senda kærastanum mínum innileg, hugulsöm og viðeigandi skilaboð (sérstaklega þegar ég var á Íslandi.)
Ég joinaði Sirkús, sem heitir Sirkús Arena í Danmörku. Ferillinn minn entist þó aðeins eitt atriði, jú í einu show-i, en ég vil meina það að ég hafi verið stjarna á meðan þessu atriði stóð.
Raunveruleikaþátturinn Ljósmyndakeppni Íslands hóf göngu sína á Skjá1 þar sem ég blótaði ansi mikið.
Ég fékk vinnu hjá Elite Model Management – hef fært mig upp um tvær stöður síðan ég byrjaði þarna. Húrra fyrir mér ..
Ég naut fríðinda í vinnunni, að ofanverðu er ein slík.
Við tveir fórum á ströndina, ó þetta var svo góður dagur.
Ég & Pattra dönsuðum eins og vittleysingar þegar farið var loksins að hlýna (samt kalt) .. gaman saman!
Já ég fór á Eurovision, já hvað það var gaman!
Hooow many times do we win and lose, hoooow many times can wehh shete uls betwee nus, ONLY TEARDROPS!
Ég hitti skemmtilegasta vinkonu hóp í heiminum, ég er búinn að formlega sækja um að komast inní hópinn, hef þó ekkert heyrt ennþá, er enn von góður.
Þarna var orðið hlýtt! BEYONCE Í KÖBEEEEN!
Hér er ég og vinkona mín Beyonce, mynd af okkur saman, á mynd, ekki photoshoppuð, ég og Beyonce.
Vinkona mín Beyonce, sem ég er með á mynd að ofanverðu.
Hér fóru myndirnar í smá kássu, en lesiði vel og þetta mun allt virka fínt. Ég og Kasper fengum að gista í íbúð vinkonu minnar á Íslandi og þetta blasti við okkur .. framhald aðeins neðar
Ekki hér – en þarna var ég á leið til Íslands með mannenum mínum. Of gaman. Mikil gleði þarna, ég er semsagt að brosa á myndinni, kemur ekki alveg þannig út, en ég var að því.
Pósbósi í vinnunni í The Kooples í Illum, vá hvað það var leiðinlegt.
Þau ófáu sólböð í Frederiksberghave – og í glænýju ACNE sneaksunum, ekki í vinnunni – allt jákvætt þarna.
Sólböðin á ströndinni voru líka mjög skemmtileg, very good.
Júbb, mættur á Hróaskeldu.
Scouta módel og vera Hróaskeldu vittlaus var rosa gaman.
Æ þessi, ææææ þessi, toppurinn á árinu mínu.
Í afmælisgjöf frá mannenum fékk ég stórkostlega óvissuferð, tókum pásur frá óvissuferðinni inná milli sem við nýttum í sólbað.
Sem eins og þið sjáið, skilaði sér ágætlega á húðinni okkar.
En partur af ferðinni var að borða á 5 stjörnu steikhúsinu MASH. Það var geggjað.
Nýja uppáhalds dýrið mitt. Ég semsagt eignaðist nýja uppáhalds dýrategund (fyrir utan hunda.)
Gataði á mér miðnesið, rest in peace little hole.
Undurfagri gestgjafinn og ofurkvendið og góðvinkona mín hélt uppá afmælisgleði, það var ofur mega alltof næs.
Já .. næsta
Hér má sjá ógeðissvipinn minn í vinnunni í Illum, án gríns, það var ekki gaman, yfirmaðurinn minn var crazy.
ÉG ÁTTI AFMÆLI, OG APRÍL & RAGGA KOMU TIL MÍN.
Þarna má sjá hversu fallega ég skartaði þessu miðnesisgati, ég þrái þetta aftur!
Apríl vinkona var hjá mér lengi lengi og það var æði æði.
JÆJA, hér er framhaldið!! Arna vinkona á semsagt vinkonu sem er ógeðslega fyndinn, og eyddi góðum tíma í að skreyta íbúðina með Hitler myndum, Klu Klux Klan quoteum, “notuðum” smokkum með kremi í útum allar trissur og High School Musical sængurveri, A for effort fyrir hana & órólegur svefn fyrir okkur!
LUNGA! Lunga, þarna vorum við á LungA, á Seyðisfirði, best í heimi.
Kasper & Kasper, jebb hundurinn minn og kærastinn minn heita sama nafni. Urðu bestu vinir ..
Seyðisfjarðarstundir, drullutjörnin – fullkomið.
Þessi – líka fullkominn.
Lúxus matur á Hótel Öldunni.
Þakka sjálfum mér fyrir að standa á þessum stað, þakka sólinni fyrir að skyggja svona fallega á handlegginn á mér, hann hefur bara aldrei litið svona vel út. Hlakka til rísandi sólar og rokka þessa handleggsskyggingu aftur.
En ég stend líka (í fullkomri sólarstöðu) fyrir framan æskuheimilið mitt, þar sem ég ólst upp mín fyrstu 6 ár.
Líka þarna ..
RRROOOOADTRIIIIIP!!! Leigðum bíl, skrifðum diska, tókum túrista myndir, det hele klappet :)
Mætt beint næsta dag í Hagkaupshoot, þær eru alltaf jafn skemmtilegar.
Iphone4-inn minn varð ekki alltíeinu svaka fín kamera, þessi var tekin á Canon vélina – en ég fann hana þó í símanum mínum, svo þessi mynd passar fínt í þessa bloggfærslu. Þarna er ég á bakvið stóra fossinn sem maður getur farið bakvið einhversstaðar á Suðurlandinu :-)
Þessi er líka úr símanum – hot springs in the middle of nowhere. Fullkomið.
Eftir Ísland fór ég beint til Frakklands – þar sem ég hitti kraftmikla módel scouta frá Elite skrifstofum í hinum löndunum.
Ég fékk lítið að vera með í þessi shabang þar sem ég var alls ekki frönsku mælandi.
En þessi ferð var stórkostleg .. virkilega frábær.
Besti sandur sem ég hef upplifað í strandbænum Mimizan.
Eins mikið og ég þoli ekki að fljúga með flugvélum, þá var ég ekki hættur þarna!
En eftir Frakkland fór ég á Elite Model Look í Köben, og daginn eftir það, skellti ég mér til Krítar! The land of feta cheese!
Það var ljúft líf, mjög svo ..
Ótrúlega fallegt þar og FFFFOKK hvað ég varð brúnn!
Mín elskulega, frábæra og yndislega vinkona Ingileif kom til mín til Kaupmannahafnar.
Ég eldaði súpu með Athenu – á meðan hinir sem við vorum að borða með borðuðu eitthvað ótrúlega vont. Ég & A 1 hinir 0.
Ætti kannski að splæsa í uppskrift? Djöfull var hún góð.
Svo kom mamma og litli bróðir til Köben – korter í haustið, það var líka endalaust ljúfur tími. Hún bauð okkur öllum saman í Fish Spa! Fannst það ofur gaman.
Tengdarsonurinn & tengdarmamman.
Ekki hætti ég að hoppa í flugvélar – en í október fór ég aftur að mynda Mood lokaprófin!
Fór líka að hafa gaman með Trendnet bloggurunum.
Ég fór líka í SPA með systur minni. Það var ótrúlega ánægjulegt.
.. og borðaði aaaaalíslenskan mat!
ALVEG AÐ KOMA 2014 – OHMY OH MYYYYYYY ..
Skrifa Innlegg