Mér datt þetta í hug. Þó að allt hefði klárast af slánum fyrsta daginn sem að lína Isabel Marant fyrir H&M kom í sölu, þá gerðu margir flýtikaup sem að þeir eru að skila af sér þessa dagana.
Hér að ofan held ég á þremur flíkum úr línunni. Tveimur buxum og einum bol.
Og hér fyrir neðan er ég í mátunarklefanum að máta ….
Þessar pallíettubuxur búa yfir einhverjum sjarma.
Pallíetturnar eru svo grófar og þéttar að ég myndi helst vilja nota þær casual í hátíðarmánuðinum sem að genginn er í garð.
Ég er ótrúlega skotin í þeim og á sama tíma í vafa um gæði þeirra fyrir mun hærra verð en gengur og gerist í H&M. Þær eru byrjaðar að slitna á annarri hliðinni með því móti að það losnar um eina og eina pallettu. Það yrði synd ef að þær færu að hrinja utan af mér buxurnar – ekki boðlegt!
Ég verð að hugsa þetta vel á meðan að ég held þessum einu að mér á röltinu um verslunina – það má auðvitað ekki taka eina flík frá enda bara örfáar í sölu ennþá.
Hvað skal gera? Hmm …
xx, -EG- (posted from my iPhone)
Skrifa Innlegg