fbpx

VIÐSKIPTAVINIRNIR UNDIRFATAMÓDEL

FÓLKINSPIRATION

English version below

Lindex er að fara skemmtilega leiðir í herferð sinni – BRA-VOLUTION. Herferðin snýst um að konur finni sér sinn eina sanna haldara á auðveldan máta.

6 viðskiptavinir urðu módel í einn dag og fundu sinn besta haldara. Arkítekt, hárgreiðslukona, hjúkrunarfræðingur og förðurnarfræðingur eru dæmi um hvað dömurnar gera í sínu daglega lífi. Á síðasta ári voru það starfsmenn verslana sem gengu í módel hlutverkið og núna eru það viðskiptavinirnir. Alls sóttu um 700 viðskiptavinir um að fá að vera með og af þeim voru 25 útvaldir og að lokum fengu 6 af þeim að vera módel í London í einn dag.

Þetta er skemmtileg leið að því leitinu til að það er mun auðveldara fyrir konur að sjá sig í undirfötunum heldur en þegar tágrönn ofurmódelin sitja fyrir. Þarna eru konurnar líka að velja sjálfar sína uppáhalds haldara, sem henta þeirra vexti og þeim líður vel með. Í þeim sitja þær síðan fyrir, ekkert fyrirfram ákveðið.

636b7909-7a8e-4ad7-b2b6-43ea0164cf72

Lindex-Bravolution-2016-Diana (480x640)4c110c02-ea00-4c43-98f2-e39869b4d10a

Ég hrósa sænsku snillingunum í Lindex fyrir þessa markaðssetningu – veita innblástur.
HÉR má sjá hvað fór fram bakvið tjöldin. Virkar eins og það sé létt yfir mannskapnum.

//

Lindex went unusual way in their campaign BRA-VOLUTION. Six of their customers became models for a day.
Great idea! The campaign is all about finding the right bra that fits you. The customers found their best bra and that is the bra they are wearing in the shoot.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

CPHFW: STELDU STÍLNUM

Skrifa Innlegg