Færslan er unnin í samstarfi við Hildi Yeoman
Það er þessi tími árs. Ótrúlegt alveg .. mikið líður tíminn hratt.
Það er allt pínulítið öðruvísi árið 2020, útaf þessari blessuðu veiru en ég ætla nú samt að halda í hefðina með því að gefa ykkur aðventugjafir á miðlunum mínum næstu vikurnar. Fyrsta gjöfin er ekki af verri endanum en við byrjum á því að gefa jólakjól frá Hildi Yeoman – eitthvað sem öllum íslenskum konum dreymir um að eignast ár hvert miðað við þáttöku síðustu ára. Hildur hefur einstakt lag á því að hanna snið sem henta hverjum og einum og í verslun hennar á Laugavegi 7 má finna mikið úrval af kjólum þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Ég mátaði fjóra fallega til að sýna hér á blogginu – veldu nú þann sem að þér þykir bestur.
Leikurinn fer fram á Instagram en það er ekkert verra ef þið hjálpið mér að dreifa bloggfærslunni svo enginn missi af stuðinu.
View this post on Instagram
The Bronze Sparkle wrap dress // Fæst HÉR
Ég er sérstaklega hrifin af þessu sniði sem þú smellir sjálf saman – ó sjáið þið líka þetta fallega efni.
psst. Þessi er tilvalinn jólakjóll fyrir þær sem eru með barn á brjósti?
The Asymmetric Dress // Fæst HÉR
Svo léttur og dásamlegur með þessu djúpa V hálsmáli sem ég myndi nota bæði rétt en líka á röngunni – mæli með að prufa það. Asymmetric er snið sem ég held að flestar konur kunni að meta.
The Fireworks Dress // Fæst HÉR
Þessi þröngi see through kjóll greip athygli mína og ég varð ennþá skotnari í honum þegar ég sá hversu klæðilegur hann er.
Blue blue baby // Væntanlegur HÉR
Síðar ermar, hálsmál með kvössum línum – blái draumurinn er algjört æði!!
Áttu þinn uppáhalds kjól? Taktu þátt í FYRSTA Í AÐVENTU-GJÖF á Instagram. Þar áttu möguleika á að vinna einn kjól af þessum ofantöldu og sá sem þú merkir fær kerti og spil, æ það er eitthvað svo fallegt við þá auka gjöf.
Megi heppnin vera með þér og þínum.
Trendnet sagði frá því þegar Hildur færði verslun sína nýlega af Skólavörðustíg yfir á Laugaveg 7 – um er að ræða hentugra húsnæði með meira plássi fyrir allar fallegu flíkurnar. Ég hlakka til að kíkja í heimsókn við fyrsta tækifæri. Yeoman er líka á netinu: HÉR <3
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg