fbpx

SAMPLE SALE SIF BENEDICTA – tískuunnendur vilja vita af þessu

ÍSLENSK HÖNNUNSHOP

Ég rakst á áhugaverða sample sale sem fer fram um helgina og mig langar að segja ykkur frá. Um er að ræða pop up búð hjá hinni íslensku hæfileikaríku  Sif Benedicta – að mínu mati eitthvað sem tískuunnendur mega ekki láta fram hjá sér fara!

Um er að ræða íslenska hönnun Halldóru – hátísku tösku og skartgripamerki sem hefur slegið í gegn. Vörurnar hafa vakið mikla athygli erlendis og fjalla hefur verið um þær í breska Vogue og danska Elle svo að eitthvað sé nefnt.

Um helgina gefst Íslendingum tækifæri á að versla sýningareintök, prufur, prótótýpur og framleiðsluvörur á lægri verðum – frábært alveg.

Hálsmena-taskan er á óskalista margra ..

Íslenskt, já takk ..


Drauma box bag ..

Halldóra Sif er hönnuðurinn á bakvið Sif Benedicta ..

HVAR: Hverfisgata 115, 2.hæð (Gasstöðin)
HVENÆR:  29. Nóv -3 Des
KLUKKAN HVAÐ: 10:00 – 17:00
MEIRA: HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

GÓÐAN DAGINN ÚR ÍSLENSKA HELLINUM

Skrifa Innlegg