Góðan daginn – fyrsta sumardag ársins. Það er blessuð blíðan …
Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun við hönnunar og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands fer fram í Listasafni Reykjavíkur í dag. Ein af mínum bestu vinkonum, Guðrún Helga Kristjánsdóttir, er meðal nemanda og því vildi ég svoo mikið geta mætt!! Húsið er opið öllum og því mæli ég með að þið gerið ykkur ferð í Hafnarhúsið og berið fatalínur framtíðarfatahönnuða okkar augum. Sýningar hefjast klukkan 17:00.
Ég hef fengið smá sneak peek af því sem Guðrún er að gera og það lofar virkilega góðu !! Eiginlega alltof góðu … efnin eru tryllt og ég veit hvað hún er hæfileikarík svo þetta verður eitthvað ….
Það sem er svo skemmtilegt við þessar útskriftasýningar er fjölbreytnin sem boðið er uppá. Ég hlakka virkilega mikið til að sjá myndir frá kvöldinu.
Góða skemmtun og skilið kveðju frá Þýskalandi.
Meira: HÉR
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg