fbpx

UPPÁHALDS INNISKÓRNIR MÍNIR FÁ PROENZA SCHOULER MEÐFERÐ

FASHIONLANGAR

Eftir að hafa notað Birkenstock inniskóna mína í yfir 10 ár og aldrei meira en í sumar (fór gjörsamlega ekki úr þeim eins og glöggir IG fylgjendur mínir vita ..) þá gat ég ekki annað en gripið augun í þessa ágætu afaskó á tískupalli Proenza Schouler í Mílanó í síðustu viku. Um er að ræða samstarf hjá ítalska hátískumerkinu við þýska rótgróna skómerkið, Birkenstock. Að mínu mati er það mjög vel heppnað! Þessir eru væntanlegir næsta vor, SS2020 –

Birkenstock og Valentino gerðu svipað samstarf núna í sumar en það par heillaði mig ekki, fást: HÉR
Mig grunar að þetta sé það sem koma skal næstu árin hjá Birkenstock og ég tek því fagnandi ef svo er. Svona samstörf gefa öllum tækifæri á að eignast hátísku merkjavöru sem oftast er mun dýrari annars. Undirituð mun standa fyrst í röð eftir þessu pari, það er á hreinu.

 

Ég hef bara átt svarta basic Birkenstock í gegnum árin og notaði sömu í örugglega 10 ár áður en ég keypti mér aðra í neyð núna í sumar. Þessir númer tvö eru miiiklu þægilegri en fyrstu og ég elska elska þá! Er í þeim inni á veturnar (td núna þegar þessi færsla er skrifuð) og úti á sumrin hvort sem það sé á róló með smáfólkið mitt eða á tískuvikum haha (það var í fyrsta sinn núna síðast reyndar ..)

 

Eru fleiri en ég spenntir fyrir samstarfinu? Finnst það líklegt! Þegar fegurð og þægindi koma saman, þá er gaman.
Skórnir koma í karla og kvenna stærðum.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram 

STÍLLINN Á INSTAGRAM: @kolavig

Skrifa Innlegg