fbpx

TOPSHOP X KATE MOSS

ALMENNTFÓLKFRÉTTIR

Eins algengt og það þykir í dag að verslunarkeðjur og hönnuðir eða tískufyrirmyndir sameini krafta sína – þá þótti það mjög  nýtt á nálinni árið 2007. Það merka ár byrjuðu Topshop samstarf með tískufyrirmyndinni og ofurfyrirsætunni Kate Moss. Allt ætlaði að verða vitlaust og ég man mjög vel eftir fyrstu flík sem að ég fjárfesti í á þeim tíma – vesti sem mér fannst pörfekt.  Samstarfið gekk vel frá upphafi og úr urðu 14 fatalínur frá Moss fyrir TopShop þangað til að ævintýrið tók “enda” haustið 2010.

B

Moss X Topshop AW10

Moss er komin tilbaka og að þessu sinni ásamt ofurstílistanum og góðvinkonu sinni, Katy England. Þær stöllur munu því sameina krafta sína fyrir næsta sumar hjá Topshop – ss14.

A

Myndin er frá 2007 þegar að fyrsta fatalínan kom út. En í baksýn má sjá glitta í “vestið mitt”. Með henni á myndinni er sir Philip.

Fram hefur komið í fjölmiðlum vestanhafs að Sir Philip Green, eigandi TopShop sé í skýjunum með endurkomu vinkonu sinnar. En Moss og Green eru miklir mátar og mæta iðulega saman á tískutengda viðburði.

Um endurkomuna segir Kate Moss: ,,It feels like I’m back at home working with Topshop”.

Þetta er spennó! Engin spurning um annað.

xx,-EG-.

SÉÐ & HEYRT STÚLKA

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Pattra S.

    8. October 2013

    Vægast sagt spennandi..
    Jii hvað ég man vel eftir þessu!!

    • Elísabet Gunnars

      9. October 2013

      Við höfum örugglega verið álika brjálaðslega spenntar á þessum tíma – ef að ég þekki okkur rétt ;)

  2. Hilrag

    9. October 2013

    þetta finnst mér afskaplega skemmtilegt!

    xx

    ps. geggjað vesti ;)