Á sunnudögum má finna skemmtilegt efni í Morgunblaðinu. Þennan sunnudaginn finnið þið mig á tískusíðum “SUNNUDAGS”, fylgiriti blaðsins.
” Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt?
Með árunum og reynslunni er ég farin að verða mun varkárari og vandvirkari við kaup mín. Áður fyrr keypti ég meira í minni gæðum og ef mig líkaði eitthvað snið þá keypti ég það í öllum litum. Í dag hef ég snúið þessu við, leyfi mér nokkrar vandaðari basic flíkur og blanda þeim við ódýrari flíkur, ég mæli hiklaust með því.
Nú er einmitt tíminn þegar fer að verða gaman að kaupa ný föt. Haustvörurnar fara að detta í búðirnar. Nýtt season þýðir nefnilega yfirferð á fataskápnum til að koma auga á það sem vantar. Ég er strax komin með nokkur item sem munu láta fataskápnum líða betur.
Ég held að flest fatakaup mín eigi sér stað fyrir hin ýmsu tilefni. Þá er gott að hugsa um að flíkin nýtist að tilefninu loknu. “
Viðtalið finnið þið betur: HÉR eða á síðum blaðsins.
Takk fyrir mig.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg