fbpx

TIL HVERS AÐ VERA MEÐ TÖSKU?

FASHIONTREND

… ef það kemst ekkert ofan í hana? 
Ekki eru öll tískutrendin eins, en eitt þeirra, það nýjasta frá Jacquemus eru töskur í XXX small.


Lítil handveski hafa verið vinsæl í lengri tíma en það er með þetta eins og annað í heimi tískunnar þegar einhver ákveður að fara overboard í trendinu. Og oftast virkar það! Að þessu sinni var það Jacquemus sem mætti með pínulitlar handtöskur í fatalínu sína fyrir haustið 2019 sem sýnd var á tískuvikunni í París í gær.

Of mikið af hinu góða? Það verður áhugavert að heyra verðið þegar þær fara í sölu en nú þegar bíður fólk spennt eftir að fá að fjárfesta í þessum einstaka fylgihlut, magnað.

 

Svana ég hugsa til þín og litla lego kallsins þegar ég sé þetta. Eru ekki allir búnir að heyra þá góðu sögu? Meira: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LAUGARDAGSLÚKK

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Svana

    27. February 2019

    HAHAHAHAHAHA
    Pant eina svona í safnið;)