Í Íslandsheimsókn minni kom ég við í Yeoman á Skólavörðustíg. Ég skoðaði þar ýmislegt nýtt og spennandi sem var að detta í hús – Simonett, Vanessu Mooney skart og auðvitað smá íslenskt líka.
Eins og ég alltaf þegar ég tek að mér svona heimsóknir þá var ég að sjálfsögðu í beinni á Instagram story og þið finnið það hjá mér í highlights – HÉR.
SIMONETT:
Simonett er skvísumerki frá Miami sem fæst í verslun YEOMAN -og ég elska elska þær flíkur sem ég valdi að máta frá merkinu að þessu sinni.
Vanessa Mooney:
Það er alltaf fagnaðarefni þegar ný sending mætir í hús frá Vanessu Mooney. Ég á eitt par af eyrnalokkum frá þeim sem ég fékk í janúar 2018 þegar merkið byrjaði í sölu hjá Yeoman, ég er alltaf jafn glöð með þá og nota mikið eins og þið sem fylgist með mér takið örugglega eftir á IG eða hér á blogginu.
HILDUR YEOMAN:
Kjóll: HÉR
Kjóll: HÉR
Klútur: HÉR
Mig langaði endilega að máta smá frá Hildi líka en þessar flíkur eru úr sömu línu og ég mátaði fyrir jólin. Ég er alveg heilluð af þessum fallega silkikjól og finnst hann fullkomin flík á árshátíðir eða jafnvel fermingarnar sem fraumundan eru.
Hildur býður upp á fría heimsendingu í netverslun sinni út þessa vikuna – það munar í verði svo ég get ekki annað en mælt með því fyrir lesendur mína sem vilja klára kaupin í gegnum tölvuna.
Býrðu út á landi eða í útlöndum? Eða ertu heimakær Reykjarvíkur-mær? Smelltu HÉR til að skoða meira. Og notaðu kóðann “FREESHIPPING” til að fá fría heimsendingu hvert sem er í heiminum.
Takk fyrir mig.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg