fbpx

The Galleria Vittorio Emanuele II

LÍFIÐ

Ég var hoppandi glöð fyrir utan elstu verslunarmiðstöð í heimiThe Galleria Vittorio Emanuele II.

Verslunarmiðstöðin er staðsett í miðbæ Mílanó og heitir eftir Vittorio Emanuele  II sem að er fyrsti konungur Ítalíu. Húsið er hannað af Giuseppe Mengoni og er  byggt milli áranna 1865 og 1877. Ótrúlega sjarmerandi að hús sem þetta sé enn í fullri notkun fyrir sama iðnað og það var hannað fyrir í upphafi. Í gær var það iðandi af mannlífi sem að heimsótti það af mismunandi ástæðum.
Það var til dæmis gaman að fylgjast með fínu frúnnum sem að röltu uppstrílaðar milli hátískuverslananna. Pokarnir voru merktir Prada, Gucci eða Loui Vuitton.

DSCF8591 DSCF8595 DSCF8602 DSCF8614 DSCF8611

Við fjölskyldan létum okkur nægja að kaupa okkur ís – hann var ótrúlega góður.

Skemmtileg heimsókn.

xx,-EG-.

XO

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Pattra's

    2. July 2013

    Dásamlega skemmtilegur staður, ég fékk mér einmitt kaffi&súkkulaði þarna á Gucci kaffihúsinu fyrir nokkrum árum.
    -talía er draumur!!

  2. Pattra's

    2. July 2013

    -Ítalía ;)

  3. Halla

    2. July 2013

    Mjög svo falleg göngugata. Góða skemmtun…