Bara eitt lítið ráð sem þarf að komast til skila inn í vinnuvikuna, mánuðinn, árið.
BROSTU!
Ég hef alla tíð tileinkað mér að brosa. Ég veit að það á að vera voða mikið fasjón að vera alvarlegur en ég hef aldrei tekið þátt í því “trendi” og vil ekki að þið gerið það heldur.
Það er betra að vera sá sem brosti að fyrra bragði heldur en sá sem brosti ekki tilbaka.
Ég hef oftar en ekki lent í þeirri stöðu … og þið mögulega líka. Hinn aðilinn mun brosa næst, örugglega.
Glaðlind andlit eiga það til að smita út frá sér. Bara það að fá einlægt bros gefur hlýju í hjarta þess sem tekur á móti.
Spörum því ekki brosin og gefum alltaf mikið af þessari fríu gjöf – það mun borga sig.
Mánudagsorðin eru einföld. Enga mæðu á þessum ágæta degi. Lífið verður betra með bros á vör.
= )
Eigið hann góðan.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg