Góða kvöldið! Velkomin í kvöldkaffi til Þýskalands. Ég er mikil kaffimanneskja að eðlisfari eins og þið kannski vitið eftir að hafa fylgt mér hér á blogginu. Þó virðist einhver breyting vera að eiga sér stað þessa dagana þar sem ég hef drukkið te í mun meira mæli en áður. Ætli það sé árstíminn? Eða mögulega ástandið ..
Haustið hentar vel fyrir tedrykkju að mínu mati. Drykkjan varð líka mun meira spennandi eftir að ég fjárfesti í þessari fallegu könnu. Ég er svo ánægð með hana að ég verð að deila kaupunum með ykkur. Minimalisk með meiru –
Féll fyrir látlausa lúkkinu.
Frá: Granit
Það sem er svo skemmtilegt (og erfitt fyrir valkvíða manneskju eins og mig) við tedrykkju er að úrvalið er endalaust. Eitthvað hentar mér sem hentar ekki endilega öðrum. Ég fékk aðra af þessum te tegundum sem glittar í hér að neðan frá Te&Kaffi í gjafapoka Lindex x Glamour. Hitt var ég forvitin um og fjárfesti í því í kjölfarið …
RAUÐRUNNATE drekk ég mikið á kvöldin (sjá efstu myndina sem er í “beinni” þegar þetta er ritað) –
Lífrænt ræktað rauðrunnate með mjúku og sætu bragði. Gott sem kvöldte. Rauðrunnate vex eingöngu í Suður-Afríku og er próteinríkur og róandi heilsudrykkur. Koffínlaust te sem inniheldur meðal annars magnesíum, kalíum og natríum. Líkt og grænt te er það stútfullt af andoxunarefnum.
SENCHA LEMON inniheldur koffín og er á kaffiboðs myndunum hér að ofan –
Grænt te bragðbætt með sítrónu, sem passar vel við mýkt græna tesins. Inniheldur sítrónubörk og náttúrulegar bragðolíur.
Jákvæð heilsufarsleg áhrif græna tesins eru þekkt og viðurkennd. Það er ríkt af andoxunar- og steinefnum og er talið vera gott fyrir húð og tennur. Grænt te er sagt hraða brennslu, vinna gegn háum blóðþrýstingi og halda blóðsykri stöðugum.
Haustið er tími tedrykku … er það ekki bara?
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg