English Version Below
Sunnudags innblásturinn er með öðru sniði í þetta skiptið. Innblástur er þetta engu síður því síðustu vikuna hef ég þrætt verslanir í leit af sambærilegum buxum og þessum röndóttu að neðan. Það var Porter Magazine sem seldi mér hugmyndina að þessar yrðu að verða mínar.
Ég heillast að lúkkinu – lausar buxur við síða blússu – svolítið sunnudagslegt að mínu mati.
TIBI SS17
Fást: HÉR
Einhverjir myndu segja mér að hoppa í undirfatadeildina og leita eftir náttbuxum til að nota í sama tilgangi? En það er þessi þunna lína sem við verðum að passa. Mínar draumabuxur búa yfir meiri ‘elegance’ – sama vibe og ég sé hér að ofan.
Svo er það heildarlúkkið … Tíminn líður svo hratt að við verðum komnar í sandalana áður en við vitum af. Svona ætla ég að klæða mig með vorinu. Þið líka?
//
Sunday Inspiration from Porter Magazine / Tibi SS17.
I am in love with this elegant look but I am trying to find them for a little bit better price – do you have any recommedations?
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg