fbpx

STÍLLINN Á INSTAGRAM: SIGRÚN EVA

Töffarinn og fyrirsætan Sigrún Eva Jónsdóttir er búsett í New York borg þar sem hún hefur í nægu að snúast. Henni hefur vegnað vel í sínu fagi og virðist ferill hennar vera á stöðugri uppleið.
Fyrirsætan er virk á Instagram þar sem hún póstar nýjum verkefnum og sínu daglega lífi í stóra Eplinu. Lífi sem gaman er að fylgast með úr fjarlægð.

 Sigrún Eva á Stílinn á Instagram að þessu sinni – hvet ykkur til að smella á fyrstu myndina og fletta í gegn.

 

Hver er Sigrún Eva Jónsdóttir?
Tuttugu og þriggja ára atvinnuherðatré með meiru, búsett í East Village, New York.

Hefur þú alltaf spáð í tísku?
Nei alls ekki, var alltaf frekar sportí týpa í fótbolta og ekkert voða mikið að pæla í tísku.  Fannst helvíti smart að stela fötum af stóra bróður man ég, sem voru þá risa stórar Fubu peysur eða jakki frá álíka merki sem náði niður á hné. Nennti heldur ekki að klæðast gallabuxum fyrr en mjög seint.

Hversu mikilvægur er klæðaburður í þínu fagi?
Mjög, mjög mikilvægur. Ef ég vil bóka eitthvað verkefni verð ég að sjá til þess að ég hafi eitthvað extra sem vekur athygli fólks á meðal tuga ljóshærðra og svartklæddra stelpna sem koma í prufuna.

Áttu þér einhverja tískufyrirmynd?
Já og nei. Ég fæ innblástur allstaðar að þegar kemur að því að klæða mig, vinir mínir eru miklar tískufyrirmyndir og fólk sem ég mæti á götum borgarinnar.

Íslensk fashionista vs NY fashionista?
Mér finnst erfitt að bera saman Ísland vs N.Y. því þetta eru tveir gjörólíkir staðir.
Íslendingar í mínum augum eru með mjög skemmtilegan stíl og eru mjög frjálsir og hugmyndaríkir með það sem þeir hafa á meðan N.Y tískan er kannski meira merkjaknúin og svolítið svona hver er í dýrustu og flottustu hönnuðunum.

Must have flík yfir hátíðirnar?
Held að mitt “go to” yfir hátíðirnar verða stórar djúsí peysur og háir sokkar, eitthvað þægilegt.

Hvað er á döfinni?
Ég er mjög spennt fyrir næstu vikum. Ætla koma með kærastann minn, sem er frá LA, heim til Íslands og eyða jólunum að skottast um útá landi og í Reykjavík milli þess að hitta vinina, kúra og borða yfir mig hjá fjölskyldunni. Svo er ég að vinna verkefni fyrir Bláa Lónið með algjörum snillingum þar sem 1 af 3 tökum kláruðust núna um daginn. Svo eftir jólafrí taka við vonandi fleiri skemmtileg verkefni hér úti ásamt leiklistarnámskeiði og allskonar.

Takk @sigruneva

xx,-EG-.

Fylgstu endilega með:
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

JULIA ROBERTS X GIVENCHY

Skrifa Innlegg