fbpx

STÍLLINN Á INSTAGRAM: EDDA GUNNLAUGS

STÍLLINN Á INSTAGRAM

Það eru margar íslenskar (og erlendar) fashionistur sem að ég elti á Instagram.
–  Edda Gunnlaugs, Londonbúi og nemi við London College of Fashion er ein af þeim.

Ég heyrði í henni hljóðið í von um að þið hefðuð einnig áhuga á henni.

Hver er Edda Gunnlaugsdóttir?
Ég er 22 ára gömul og er úr Garðabæ. Ég hef búið í London síðustu tvö ár og er að læra textíl í London College of Fashion. Ég byrjaði í fatahönnun en ákvað síðan að sækja um textíl. Það er í rauninni (í mínum skóla) önnur nálgun á fatahönnun, en við hugsum mikið um áferð, liti og mynstur.

Hefur þú alltaf spáð í tísku?

Já, ég hugsa að ég hafi meira og minna alltaf spáð í tísku. Mér hefur alltaf þótt gaman að klæða mig en síðustu ár hefur þetta snúist um meira en það. Nú þegar ég er t.d. að teikna mynstur og búa til flíkur, þá mætti segja að þetta sé orðið miklu meira en áhugamál. Mér finnst ég einnig vera mjög heppin að geta verið í London þar sem tíska og áhugavert fólk er allt í kringum mig.

Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar að kemur að klæðaburði?

Nei ég get alls ekki sagt það. Ég reyni oft að ákveða fyrirfram í hverju ég ætla að vera, en síðan finnst mér það ekki passa. Þá tekur við hálftíma krísa og mér finnst ég ekki eiga nein föt. En ég er alltaf með einn til tvo hluti sem ég er að ofnota þá stundina og þá klæði ég mig eftir þeim.

Hver er þín tískufyrirmynd?

Mjög erfið spurning því ég er alltaf að breyta. En þær sem mér finnst alltaf flott klæddar eru Carine Roitfeld, Chloë Sevigny og Olsen-tvíburarnir.

Framtíðarplön?
Vinna mikið og hafa gaman að því sem ég er að gera. Mitt eigið fyrirtæki er draumur sem ég stefni á.

Einhver tips fyrir aðrar fashionistur?
Mér finnst að allir ættu að klæðast því sem þeim finnst flott, sama hvað sé í tísku hverju sinni. Blanda saman litum sem eru sjaldan settir saman. Finna það sem klæðir mann vel og hafa gaman.

Takk @eddagunnlaugs

xx,-EG-.

XO

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Gróa

    5. June 2013

    váváá fínust

  2. Þórhildur Þorkels

    6. June 2013

    Skemmtilegt! Edda er alltaf flott :)