fbpx

SOKKABUXNA SEASON

SAMSTARF

Ég að þið séuð sem flestar búnar að finna jólakjólinn í ár. En eruð þið búnar að velja sokkabuxur? Það er algjört must í kuldanum á Íslandi í desember.

Oroblu á Íslandi er með mikið úrval af fallegum tegundum og ættu þið flestar að geta fundið ykkar uppáhald. Það eru þó ekki alltaf svo auðvelt að velja þær réttu og því gef ég ykkur tvær  hugmyndir innblástur inní hátíðarnar.

Ég klæddist svörtum, mattar í 40 den, þegar ég stóð vaktina með Hildi Yeoman HÉR og það kom mér smá á óvart hversu margir spáðu í þessum venjulegu sokkabuxum (sendu mér skilaboð á Instagram) á meðan ég bar þær við þennan skvísukjól.
Það voru greinilega ekki allir að spá í kjólnum ;)


Svartar sokkabuxur eru nefnilega ekki bara svartar sokkabuxur. Þessar hafa alltaf virkað vel fyrir mig og passa einstaklega vel við þunna kjóla eins og þennan. Takk Rósa mín fyrir að kaupa þær fyrir mig á hlaupum og koma þeim á mig korteri fyrir opnun –  bjargvættur!
Ef ég er í þykkari kjól þá vel ég  þynnri sokkabuxur en það sem er svo gott við Oroblu buxurnar eru gæðin (!!) Sú staðreynd að þó ég kaupi þunnar þá duga þær margar kvöldstundir – þessar eru ekkert að rifna í miðju jólaboði, ég get lofað ykkur því. Þetta hjómar auglýsingalegt, en er dagsatt.

Annars finnst mér gaman að breyta til og þessar að neðan mínar uppáhalds í augnablikinu – ég elska þetta hátíðarvibe sem glimmerið gefur þeim. Eruð þið sammála?

Ég þarf kannski engan kjól ef ég á þessar ágætu sokkabuxur við hvíta skyrtu af Gunna? Mér líður allavega vel  í lúkkinu.

Myndir: Helgi Ómars

Þær heita Diamonds Tights í svart/silver lit – mæli með!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

AÐVENTUGJÖF 4: SMÁFÓLKIÐ KLÆÐIST ÍSLENSKU

Skrifa Innlegg