fbpx

SKÖPUM RÝMI FYRIR MARGBREYTILEIKA

FÓLKINSPIRATION

Ég elska þessa auglýsingaherferð – enda er einn uppáhalds vinur minn, hann Gísli Björnsson, eitt af andlitum herferðarinnar.
Þessar myndir lýsir Gísla vel – því hann er algjör töffari og kann að njóta lífsins. Ég stal smá lýsingu af honum í grein sem birtist á Tabu.is.

“Ég heiti Gísli, er 30 ára og bý í Reykjavík. Ég er fatlaður, bý heima hjá mér og er með notendastýrða persónulega aðstoð allan sólahringinn. Það er gott að búa á mínu eigin heimili því þá get ég ráðið sjálfur hvað ég geri. Mér finnst gaman að hlusta á tónlist, horfa á sjónvarpið, elda góðan mat og býð gjarnan vinum og vandamönnum í heimsókn. Þegar ég hlusta á útvarpið eða tónlist vel ég sjálfur hvað ég hlusta á eins og td. Rás 1. og íslenska tónlist. Þegar ég horfi á sjónvarpið fæ ég aðstoð við að skoða dagskránna og velja sjónvarpsefni í Sarpinum sem mig langar til að horfa á. Mér finnst líka gaman að horfa á íþróttaleiki og fá mér einn bjór með. Það er skemmtilegt að elda sér góðan mat eins og heimatilbúinn hamborgara eða svínakjöt. Stundum baka ég og býð fjölskyldufólki eða vinum í kaffi. Ég fer oft í tölvuna og hlusta á messu eða fer á Youtube – þá fæ ég aðstoð við að finna það sem mig langar til að horfa eða hlusta á. Stundum er ég þreyttur og langar til að vera í friði og þá er líka gott að getað verið það.”

12593863_10208580674412735_2636586935728550106_o25661-776x749

Það er Helga Dögg Ólafsdóttir, útskriftarnemi í Listaháskóla Íslands, sem stendur fyrir verkefninu. Þetta er útskriftarverkefni hennar og snýr að því að benda á fordóma gegn fötluðum í auglýsingabransanum. Hún fékk fólk með ýmsar skerðingar til að sitja fyrir á þessum frábæru myndum sem Saga Sig tók.

Helga mun halda fyrirlestur um málefnið undir heitinu “Fyrirlestur um staðalmyndir fatlaðs fólks”. Hann fer fram þann 14. apríl í Listasafni Reykjavíkur og hefst klukkan 18.
12985521_10153344203391213_8003928650661928187_n12976700_10156750531545640_1472153467488733685_o
Ég las viðtal við Helgu Dögg í Fréttatímanum og það vakti mig til umhugsunar:

“Fatlað fólk er aldrei sýnt í auglýsingum nema sem einhverskonar hræðsluáróður eða til vorkunnar sem er fáránlegt því það er hluti af samfélaginu. Mig langar að sýna fram á að það sé auðvelt að búa til kúl auglýsingar sem eru líka fjölbreyttar.”

Ég hvet alla til að mæta og kynna sér málið. Áfram allskonar!

//

Gisli is one of my favorite friends and he is the face of a new campaign. He has been disabled all his life but that doesn’t stop him from doing everything he likes and loves.

The campaign is made to point out the prejudice against disabled people in the advertising business.

Great initiativ from Helga Dogg, the woman behind the campaign. She will give a lecture about the subject the 14th of April (18:00) at Listasafn Reykjavikur.

Let’s get a little variety in our life!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS

Skrifa Innlegg