Gleðilega Verslunarmannahelgi kæru lesendur. Besta helgi ársins vilja sumir meina? Það eru eflaust margir á leið út úr bænum og því ekki seinna vænna en að næla sér í dress sem hentar þessari stóru helgi. Þó að maður sé á leið í útilegu þó er vel hægt að vera svolítið smart til hafður. Ég tók saman þrjú dress sem ég myndi vilja klæðast næstu þrjá daga. Allt fatnaður sem fæst í íslenskum verslunum.
Jakki: Barbour Bristol/Geysir
Hattur: Janessa Leone/JÖR
Skyrta: Lindex
Ullarpeysa: 66°Norður
Gallabuxur: WonHundred/GK Reykjavik
Stígvél: Hunter/Geysir
Peysa: Farmers Market
Leðurbuxur: Rag&Bone/Gotta
Skyrta: JÖR
Sólgleraugu: Han Kjøbenhavn/Húrra Reykjavik
Bakpoki: Rains/Reykjavik Butik
Skór: Converse/Focus og Kaupfélagið
Rúllukragabolur: Vero Moda
Sólgleraugu: Ray Ban Aviator / Augað
Anorakkur: 66°Norður
Gallabuxur: Levi´s 501 / Spútnik
Stígvél: Bianco
Það var örlítið einfaldara og skemmtilegra að finna til fatnað þegar veðurspáin er jafn ágæt og raun ber vitni. Aðal málið er samt að vera vel búinn með nóg af hlýjum fatnaði með í för. Á útihátíð er í lagi að bæta á sig lögunum eftir því sem hentar. Síðan er bara að setja upp sparibrosið og að sjálfsögðu muna eftir góða skapinu ;) Það er það sem þetta allt snýst um, að hafa gaman!
Góða ferð hvert sem leiðin liggur. Gangið hægt um gleðinnar dyr!
.. en fyrst, happy shopping frá toppi til táar!
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg