FRÁ TOPPI TIL TÁAR

FRÁ TOPPI TIL TÁAR

Gleðilega verslunarmannahelgi kæru lesendur! Fólk smitar út frá sér á samskiptamiðlum og fær mann til að langa á útihátíð með öllu tilheyrandi … eeen það verður ekki raunin hjá undiritaðri að þessu sinni. Eins og síðustu ár held ég þó í vanann og hef tekið saman dress “Frá toppi til táar” til að leika eftir inn í helgina. Allt frá íslenskum verslunum!
Ef ég væri á leið á útihátíð þá myndi ég líklega klæða mig svona.

 

Duggarahúfa: Ellingssen,
Sólgleraugu: Húrra Reykjavik,
Mittistaska: Lindex,
Herrajakki: Stuzzy/Húrra Reykjavik (ég tæki hana stóra og myndi svo bretta uppá ermarnar)
Ferðabolli: Te&Kaffi (algjört must í útileguna)
Grátt ullarsett: 66°Norður (flíkur sem þú notar aftur að ári.)
Sokkar: H Verslun
Stígvél: Hunter/Geysir (Trendnet er einmitt að gefa tvö pör af skóm hér í dag)

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

TOP 10 ESSENTIALS FYRIR VERSLUNARMANNAHELGINA:

HUGMYNDIRINNBLÁSTURTÍSKAUPPÁHALDSWANT

Ég kíkti í heimsókn hjá 66°Norður núna á dögunum & fékk gefins vatnshelda mittistösku & í kjölfarið datt mér í hug að útbúa lista af top 10 essentials fyrir verslunarmannahelgina!

Það er mikilvægt að vera vel klæddur um verslunarmannahelgina sérstaklega ef maður er að fara á útihátíð þá er alltaf mikilvægt að vera vel undirbúinn & vel til fara. Hér er listi af mínum uppáhalds top 10 vörum frá 66°Norður sem eru sniðugar fyrir verslunarmannahelgi –

x Laugavegur regnkápa en hún kostar 19.000 kr! Ég á svona kremaða (meira um hana hér) en ég fer ekki úr minni – Jón sjómaður (merino húfukollur) þessi kostar 5.500 kr – Þetta er sama taska & ég fékk mér, hún er algjört æði! Mittistöskur eru mesta snilldin sérstaklega þegar maður er á útihátíðum en þessi er vatnsheld í þokkabót – hún kostar 4.900 krVatnajökull PrimaLoft vesti flott t.d. yfir hettupeysu en vestið kostar 26.000 kr –
Bragi regnbuxur með smekk en þessar kosta 8.500 kr – Freyr regnjakki en þessi jakki kostar 9.700 kr –

Logó bómullar hettupeysa þessa peysu á ég & ég er ástfangin af henni en þessi kostar 8.500 kr –Sif regnbuxur með smekk þessar kosta 8.300 kr –Logn derhúfa þessi kostar 2.900 kr – Logn hettupeysa þessi kostar 8.500 kr –

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga

img_9863

SHOP: ÚTIHÁTÍÐ

FRÁ TOPPI TIL TÁARSHOPSTELDU STÍLNUM

Gleðilega Verslunarmannahelgi kæru lesendur. Besta helgi ársins vilja sumir meina? Það eru eflaust margir á leið út úr bænum og því ekki seinna vænna en að næla sér í dress sem hentar þessari stóru helgi. Þó að maður sé á leið í útilegu þó er vel hægt að vera svolítið smart til hafður. Ég tók saman þrjú dress sem ég myndi vilja klæðast næstu þrjá daga. Allt fatnaður sem fæst í íslenskum verslunum.

utihatid
Jakki: Barbour Bristol/Geysir 
Hattur: Janessa Leone/JÖR
Skyrta: Lindex
Ullarpeysa: 66°Norður
Gallabuxur: WonHundred/GK Reykjavik 
Stígvél: Hunter/Geysir

utihatid3
Peysa: Farmers Market
Leðurbuxur: Rag&Bone/Gotta
Skyrta: JÖR
Sólgleraugu: Han Kjøbenhavn/Húrra Reykjavik
Bakpoki: Rains/Reykjavik Butik
Skór: Converse/
Focus og Kaupfélagið

utihatid2


Rúllukragabolur: Vero Moda
Sólgleraugu: Ray Ban Aviator / Augað
Anorakkur: 66°Norður 
Gallabuxur: Levi´s 501 / Spútnik
Stígvél: Bianco

Það var örlítið einfaldara og skemmtilegra að finna til fatnað þegar veðurspáin er jafn ágæt og raun ber vitni. Aðal málið er samt að vera vel búinn með nóg af hlýjum fatnaði með í för. Á útihátíð er í lagi að bæta á sig lögunum eftir því sem hentar. Síðan er bara að setja upp sparibrosið og að sjálfsögðu muna eftir góða skapinu ;) Það er það sem þetta allt snýst um, að hafa gaman!

Góða ferð hvert sem leiðin liggur. Gangið hægt um gleðinnar dyr!
.. en fyrst, happy shopping frá toppi til táar!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

VINNINGSMYNDIN: #66NORTH #TRENDNET

INSTAGRAM

Ég þori að fullyrða að þetta er allra mest erfiðasta ákvörðun sem við höfum þurft að taka í Instagram leikjum á síðunni hingað til.
EN ákvörðun þurftum við að taka og þetta er niðurstaðan.

@ARNARTHORRI var frumlegur og merkti myndirnar hér að neðan #TRENDNET & #66NORTH.
Á myndunum klæðast módelin fatnaði frá Sjóklæðagerðinni í fallegri íslenskri náttúru núna um helgina. Sturtuhausinn setur punktinn yfir i-ið.

10534640_10152574537261253_1202821409_n 10595796_10152574539206253_313606995_n

Arnar Þorri, til hamingju. Þú hefur unnið 50.000 króna inneign í verslunum 66°Norður. Það er hægt að leyfa sér margt fyrir þann pening.
Frekari upplýsingar færðu í gegnum trendnet@trendnet.is.
Njóttu/Njótið vel. TAKK fyrir að lesa Trendnet.

Hilrag og HelgiÓmars hafa bæði gefið húfukollur í kringum helgina sem nálgast má í verslun 66°Norður í Kringlunni.
_

Þ Ú S U N D Þ A K K IR
.. kæru lesendur, fyrir að leyfa okkur að fylgjast með ykkur á Instagram um helgina.
Fólk var almennt í fallegu íslensku umhverfi eða í brjáluðu stuði á útihátíð. Við fengum stuðið og fegurðina beint í æð og það er ykkur að þakka.
Það er í tísku að klæða sig eftir veðri – engin spurning!

//TRENDKVEÐJUR á ykkur öll.

xxx

FRÁ TOPPI TIL TÁAR: UM HELGINA

FRÁ TOPPI TIL TÁARSHOP

Besta tips sem ég get gefið ykkur fyrir verslunarmannahelgina er að við klæðum okkur eftir veðri og vindum – það borgar sig.
Er einhver enn eftir að ákveða dress helgarinnar? Þetta er mitt draumadress –

983726_10152959126384186_3557700486710605270_n
Húfa: 66°Norður

51NkcKgASwL._SL1500_

Vatnsheldur Eldborgar drauma jakki: 66°Norður –

il_570xN.554373511_26td
Levis vintage gallaskyrta –varmaland_mens_top_brown_product
varmaland_longs_brown_product
Föðurlandið – Farmers Market
Ég tæki herrasniðið – finnst það flottara fyrir minn smekk.

smokeHunter stígvél í slabbið: Geysir Skólavörðustíg

_

Það er í tísku að klæða sig eftir veðri. Látum okkur ekki verða kallt – þannig skemmtum við okkur betur.
Við á Trendnet ætlum í útileguna með 66°Norður. Ég mæli með því að fólk merki sín móment á Instagram – #TRENDNET #66NORTH (!)
Það er til mikils að vinna því eftir helgi drögum við út vinningshafa sem hlýtur 50.000 króna inneign. Það má gera ansi góð kaup fyrir þá upphæð  ..

Gangið hægt um gleðinnar dyr kæru Íslendingar.

xx,-EG-.

HOMEMADE LEMONADE

BörnFerðalögMatur

Eeeelska ekki allir lemonade ? Það er svo einfalt að búa það til og ég held að öllum þyki það gott, stórum sem smáum..

Eins og myndin segir að þá byrjar maður að gera grunninn sem samanstendur af ferskum sítrónudjús, sykri og vatni. Svo til að poppa drykkinn örlítið upp fylgiru uppskriftunum sem gefnar eru hér að neðan, eða bara fylgir þínu eigin hugmyndaflugi og töfrar fram þinn eigin drykk. Og svo er jafnvel hægt að útbúa frostpinna úr sömu uppskrift ef áhugi er fyrir því..

 

95e4d6f06094b381fad3077145f17724

 

Gott lemonade verður enn betra ef það er borið fram með skemmtilegum hætti. Hér eru nokkrar stemningsmyndir og hugmyndir..

 

 

Algjört möst um versló, já ég segi það satt ! :-)

 

 

FRÁ TOPPI TIL TÁAR

FRÁ TOPPI TIL TÁAR

Eru margir á leiðinni út á land yfir verslunarmannahelgina? Ég tók út fatnað úr íslenskum verslunum.

– ,,Frá toppi til táar” –

Triwa
Triwa sólgleraugu hafa verið lengi á óskalistanum mínun. Þessi yrðu ansi fín útá landi en svo aftur þegar að heim er haldið. Svört og klassísk. FRÁ: Kastaníu66regnk

66°N regnkápa. Kápa sem að hægt er að nota meira eftir Verslunarmannahelgina.
Passið ykkur að fjárfesta í eign en ekki kaupa einhverja vitleysu sem að þið notið aðeins þessa helgina. FRÁ: 66°N


Tjorn

Tjörn peysa. Drauma .. FRÁ: FarmersMarket. 

Myrin
Finnska merkið Samuji er gersemi seld í Mýrinni. Röndóttur bolur passar við hvaða dress sem er. 2ndone

2ndOne gallabuxur eru í ótrúlega góðu sniði sem að passar vel undir stígvélin. FRÁ: Gallerí17
Hunter

Hunter stígvél eru framtíðareign. Tilvalin fyrir helgar eins og þessar en líka fyrir rölt á Laugaveginn á rigningardögum. FRÁ: Evunni og Geysi

Klæðið ykkur vel og góða skemmtun !

xx,-EG-.