Halló!
Það styttist í verslunarmannahelgina og eflaust margir að fara út á land eða á útihátíð. Ég er ekki að fara neitt um verslunarmannahelgina eða ég verð bara nýkomin heim frá Spáni og ætla bara að njóta í Reykjavík. Mig langaði samt sem áður að taka saman nokkrar vörur sem ég myndi taka með mér og sem nýtast manni vel í útilegu eða á útihátíð.
Simple Cleansing Facial Wipes
Ég mæli aldrei með blautþurkkum til að hreinsa á sér húðina en einu skiptin sem það er í lagi þá er það þegar maður er í útilegu. Ég mæli samt alltaf með því að taka frekar bara andlitsvatn og hreinsi en það getur verið erfitt þegar það er kannski ekkert klósett eða erfiðar aðstæður.
Real Techniques Miracle Complexion Sponge + Case
Ferðabox fyrir svampinn er algjör snilld. Svampurinn helst hreinn og fínn.
The Body Shop Face Mist
Rakasprey sem er lítið og þægilegt að ferðast með. Það er algjör snilld að taka með sér rakasprey til að spreyja yfir húðina fyrir förðun, eftir förðun og á hreina húð til þess að fríska húðina við.
Anstasia Beverly Hills Dipbrow Gel
Ég er er nýlega búin að kaupa mér þessa vöru og er ekkert smá ánægð með hana. Þetta er augnskuggakrem vara sem hefur verið sett í nýtt form en yfirleitt kemur þetta í krukku en er núna í formi augabrúnagels. Snilldin við þetta er sú að þetta litar augabrúnirnar og heldur þeim á sínum stað. Þetta er ótrúlega þægilegt og fljótlegt ef maður hefur til dæmis ekki mikin tíma til að vera fylla augabrúnirnar eða vill bara smá lit. Síðan er líka hægt að setja vöruna á handarbakið og nota með skáskornum bursta. Ef að ég væri að fara á útihátíð væri ég búin að lita augabrúnirnar og myndi bara skella þessu á til að fá meiri fyllingu og móta þær.
Bourjois Velvet The Pencil
Æðislegir varalitir sem ég hef skrifað um áður, þið getið lesið meira hér. Haldast mjög vel á og því tilvalið í útilegur eða á útihátíð.
L’Oréal Paradise Mascara Waterproof
Vatnsheldur maskari er algjört must að mínu mati en veðrið á Íslandi er mjög breytilegt og maður vill að maskarinn sé á sínum stað.
Guerlain Terracotta Bronzing gel
Rakagefandi bronzing gel sem gefur fallegan og ferskan lit. Þetta er einstaklega þægilegt að skella á sig yfir daginn og líka um kvöldið. Mjög einfalt og þægilegt.
Clinique Eyeliner Pen
Ég er eiginlega alltaf með eyeliner og mæli ég innilega með þessum frá Clinique. Hann er mjög auðveldur í notkun og helst vel á allan daginn.. og kvöldið!
Góða skemmtun og skemmtið ykkur fallega xx
Takk fyrir að lesa xx
Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg