fbpx

SLÖKUN UM VERSLÓ

2020LÍFIÐ

Slökun í Kjósinni um versló er nákvæmlega eins & ég vil hafa það …
Að vakna á uppáhalds stað í heimi, fersk & hress var voða gott.

… ?☕️

FAMILY ?

Hverja verslunarmannahelgi þá söfnumst við saman stórfjölskyldan, borðum saman & dönsum fram á nótt. Þetta var extra kósý í ár, við settum upp tjöld af því að veðurguðirnir voru ekki með okkur í liði en þá bjuggum við til þetta litla sæta horn sem við ætlum seinna meir að gera að huggulegu lestrarhorni – ég sýni ykkur betur frá því hér fyrir neðan …

SJÓSUND

Ég veit ekki alveg hvað hljóp í mig en einhvernvegin þá náðu þessir vitleysingar að mana mig í sjósund … en ég var alls ekki lengi að koma mér upp úr ?

https://www.instagram.com/p/CDZL1B-APIP/ 

SULLANDI SUNNUDAGUR

Sunnudagurinn var svona ☕️ ég veit ekki alveg afhverju ég læri ekki af mistökum mínum, það er bara svo kósý að drekka kaffibollann uppi í rúmi ?

KÓSÝ LESTRAR HORN

Hér erum við að búa til alveg glænýtt draumahorn í bústaðnum sem verður gert fyrir okkur sem viljum lesa, skrifa, drekka kaffibolla eða sööötra á víni. Slökunar horn að bestu gerð … ég er mjög spennt fyrir því að hjálpa mömmu & pabba með þetta verkefni!

Þessi helgi var alveg einstaklega góð, ég eyði yfirleitt helgunum mínum í klippivinnu fyrir YouTube en ákvað að taka mér frí frá því um helgina & fann þá hvað ég hafði mikinn tíma til að vera í kring um fólkið mitt en ekki föst við tölvuskjáinn. Ahh hvað það var gott, ég er alveg endurnærð eftir helgina.

& núna er ég bara spennt að byrja að vinna í næsta myndbandi.

Ég vona að helgin ykkar hafi verið góð  <3 Takk fyrir að lesa & hafðu það gott!

KNÚS,

16 VIKUR & BLÁA LÓNIÐ

Skrifa Innlegg