fbpx

HEILÖG FRÍHELGI VERSLUNARMANNA

AndreAFRÍLÍFIÐVERSLUNARMANNAHELGI

Loksins fengum við dásemdar helgi og það um verslunarmannahelgi.
Magnað hvað veður getur gert mikið fyrir mann.  Mér líður eins og þetta sé í alvöru fyrsta helgin sem ég hef almennilega getað notað útihúsgögnin og ég meira að segja spennti upp sólhlífina.
Ástæðan fyrir gleðinni er líka kannski sú að það er heilög fríhelgi verslunarmanna, allir í fríi og tími til að nota pallinn og sleikja sólina og vera með fólkinu sínu.
Ég tek verslunarmannahelginni frekar alvarlega sem verslunarkona og vil meina að allir sem vinna í verslunum eigi að vera í fríi á morgun á frídegi verslunarmanna en það endar alltof oft þannig að verslunarfólk er það eina sem þarf að vinna þennan dag.  Verslunarmenn vinna ansi marga frídaga, helgar, jól og annað, þetta er okkar dagur til að vera í fríi.
HEILAGUR FRÍDAGUR VERSLUNARMANNA.  Já þannig að það eru eiginlega jólin hjá okkur núna haha :)

Já ég ætlaði sem sagt bara aðeins að hrósa veðrinu en enda hér á allt öðrum nótum :) 

LoveLove
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

FERÐADRESS -ÍSLAND

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1