fbpx

SHOP: The Re-Issue Project

FASHIONMUST HAVESHOP


tee-78calvin-klein-jeans-x-mytheresa.com-4sweat-159calvin-klein-jeans-x-mytheresa.com-2

Já haldið ykkur fast! Þessar fínu 90s flíkur hér að ofan voru að lenda í GK Reykjavík. Tímasetningin gat ekki verið betri, ég hef legið á “refresh” takkanum hjá MyTheresa síðustu vikur. Þar eru flíkurnar nefnilega flestar “sold out” og ég var auðvitað ekkert ánægð með það. Ég reyni eftir fremsta megni að kaupa frá íslenskum verslunum ef völ er á og verð því bara glaðari með kaupin fyrir vikið.

Fyrr á árinu fóru fyrstu flíkur Calvin Klein úr sömu línu í sölu. Fatalínan nefnist “The Re-Issue Project” og inniheldur endurgerð af vinsælustu 90s flíkunum frá merkinu  í uppfærðum útfærslum.

Línan var gerð í samstarfi við hátísku netverslunina My-Theresa. Til að ná tilbaka sömu stemningu og áður var systir Kate Moss, Lottie, fengin til að sitja fyrir á svarthvítum portrait myndum. Myndirnar minna mikið á þær sem stóra systirin, súpermódelið Kate Moss,  gerði svo frægar á áttunda áratugnum.

Calvin Klein er að gera rosalega góða hluti þessa dagana og markaðssetningin þeirra að virka. Fræga fólkið, bloggarar og fleiri sækjast í þessi trend sem þeim hefur tekist að skapa.

14565343160_5d6c06da32_o fffb1a1c3577849bc0f1338fa787139e CK235b96e81fd91952a1d7f8189c3549a4tumblr_m7bezkuNZD1qil9wgo1_500 ck2

Basic er best.

Ég keypti mér peysuna í gráa litnum eins og ég var búin að ákveða áður. Ég held aðeins í mér með að fá mér t-shirt en missi þá örugglega af honum. Ég nefnilega held að þetta verði svolítið “fyrstur kemur fyrstur fær” … veðja á að þessar flíkur seljist hratt upp fyrir jólin.

Happy shopping!

xx,-EG-.

Fylgstu endilega með:
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

YULIA KOM FYRIR JÓLIN

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Íris

    19. December 2014

    Veistu hvað peysan kostar í GK?

    • Elísabet Gunnars

      20. December 2014

      Peysan kostar 20.990 og bolurinn 10.990.
      Ég keypti peysu í jólagjöf frá mér til mín – góð tímasetning :)

  2. Sunna

    20. December 2014

    Mikið væri gaman að sjá færslu frá ykkur um það að hjálpa þeim sem þurfa hjálp um jólin, hvetja fólk til þess að gefa þeim efnaminni um jólin, fjölskylduhjálp, hjálparstarfi kirkjunnar, konukoti, kvennaathvarfinu og fleirum.
    Finnst alveg glatað að vera ekki búin að sjá EINA færslu um það á trendnet.is, bara hvatt til neyslu fyrir jólin, og ekki minnst orði um hvað þau snúast um…

    Með bestu kveðju

    • Elísabet Gunnars

      21. December 2014

      Frábær ábending. Ég hef nú þegar deilt boðskapnum á blogginu. En ár hvert styrki ég á þennan hátt.