fbpx

KEKB – SAMSTAÐA KVENNA Í SAMA GEIRA

KONUR ERU KONUM BESTAR

Konum í sama geira eða sömu stöðu er gjarnan stillt upp á móti hvor annarri, við ákváðum að breyta til og stilla þeim saman. Saman erum við sterkari og það er nóg pláss fyrir okkur allar. Samkeppni er holl og íþróttirnar endurspegla þetta vel, handbolta- og fótboltakonurnar á myndunum hér að neðan eru mótherjar í sínum félagsliðum en sameina síðan krafta sína í landsliðinu þegar þær spila fyrir okkar hönd, sannar fyrirmyndir. Við vorum með einn karlmann í myndatökunni, hann Bassa sem er á mynd með Birgittu Líf en þau eru í sitthvorum raunveruleikaþættinum – þetta á því að sjálfsögðu um fólk almennt, ekki bara konur í öllum tilvikum, þó við séum að einblína á þær í okkar verkefni.

Okkar eina sanna Aldís Pálsdóttir myndaði heilan hóp kvenna í allskonar geirum fyrir Konur Eru Konum Bestar herferðina í ár þar sem þær stóðu sterkar hlið við hlið á mynd. Við erum í skýjunum með útkomuna sem er lýsandi fyrir tilgang KEKB og þann árangur sem herferðin hefur skilað.

Konur eru Konum Bestar.

TAKK ALLAR KONUR FYRIR YKKAR AÐSTOÐ VIÐ AÐ DEILA MEÐ OKKUR BOÐSKAPNUM Í ÁR

Það er pláss fyrir okkur öll.

Sjónvarpsstjörnur RÚV/Stöð2 – Ragnhildur Steinunn & Sigrún Ósk Kristjánsdóttir

Bæjarstjórar Kópavogs og Hafnarfjarðar – Ásdís Kristjánsdóttir & Rósa Guðbjartsdóttir

Borgarfulltrúar –  Hildur Björnsdóttir & Brynja Dan

Fatahönnuðir – Magnea Einarsdóttir & Anita Hirlekar

Fótbolti, Valur/Selfoss – Elísa Viðarsdóttir & Sif Atladóttir

Golfarar  – Perla Sól & Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 

Förðunarfræðingar – Erna Hrund, Harpa Kára, Sara Dögg & Helen Dögg

Handbolti Stjarnan/Fram – Helena Rut Örvars & Steinunn Björnsdóttir 

Leikkonur  – Þuríður Blær Jóhannsdóttir & Kristín Pétursdóttir

Ljósmyndarar – Rán Bjargar, Saga Sig & Aldís Pálsdóttir

Ráðherrar Vinstri Græn/Sjálfstæðisflokkurinn – Svandís Svavarsdóttir & Áslaug Arna

Raunveruleikastjörnur Æði/LXS – Bassi Maraj & Birgitta Líf

Skólastjórar MR/VERSLÓ – Guðrún Inga Sívertsen & Sól­veig Guðrún Hann­es­dótt­ir

Söngkonur – Gugusar & Una

Bankastjórar Landsbankinn/Íslandsbanki/Arion – Lilja Björk Einarsdóttir,  Birna Einarsdóttir & Iða Brá

YOGA Rvk Ritual/SÓLIR –  Eva Dögg & Apríl

Þegar þessi færsla er skrifuð höfum við selt rúmlega 1000 boli, við erum í skýjunum og finnum fyrir því hvað klappliðið okkar hefur stækkað, uppfullt af power konum og allskonar fólki með jákvæða orku. Verum fyrirmyndir fyrir komandi kynslóð, sem lætur mig enda á þessu innleggi –

 LESTU LÍKA: KEKB – ENGINN VEIT NEITT OG ALLIR ERU BARA AÐ GERA SITT BESTA

FJÁRFESTU Í BOL HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

KEKB - ENGINN VEIT NEITT OG ALLIR ERU BARA AÐ GERA SITT BESTA

Skrifa Innlegg