Eins og við þekkjum þá gengur tískan í hringi. Ég hef oftar en ekki blótað því að hafa selt , gefið eða hent gömlum flíkum þegar þær koma síðan fram á sjónarsviðið nokkrum árum síðar. Sú varð aftur raunin í vikunni þegar þessar 90s töskur birtust mér í Urban Outfitters. Nokkrum dögum síðar sá ég þær svo í sölu hjá vinum mínum í GK Reykjavík. Þar eru þær á sama verði og hér á meginlandinu, það er alltaf fréttnæmt að segja frá slíku!
Endurhönnuð 90s lína frá Calvin Klein vakti upp minningar um sambærilega sem ég átti fyrir mörgum árum (nú tala ég eins og ég sé orðin amma) og sakna í dag. Þú sem keyptir hana af mér á fatamarkaði í denn mátt vinsamlegast gefa þig fram ;)
#MyCalvins virðist engan endi ætla að taka ! Út með nærfötin (kannski ekki alveg út .. ) og inn með fylgihlutina.
Skemmtileg snið og áberandi merkingar sem búa til betra lúkk.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg