Re-issued Calvin Klein

SHOPTREND

Eins og við þekkjum þá gengur tískan í hringi. Ég hef oftar en ekki blótað því að hafa selt , gefið eða hent gömlum flíkum þegar þær koma síðan fram á sjónarsviðið nokkrum árum síðar.  Sú varð aftur raunin í vikunni þegar þessar 90s töskur birtust mér í Urban Outfitters. Nokkrum dögum síðar sá ég þær svo í sölu hjá vinum mínum í GK Reykjavík. Þar eru þær á sama verði og hér á meginlandinu, það er alltaf fréttnæmt að segja frá slíku!
Endurhönnuð 90s lína frá Calvin Klein vakti upp minningar um sambærilega sem ég átti fyrir mörgum árum (nú tala ég eins og ég sé orðin amma) og sakna í dag. Þú sem keyptir hana af mér á fatamarkaði í denn mátt vinsamlegast gefa þig fram ;)

#MyCalvins virðist engan endi ætla að taka ! Út með nærfötin (kannski ekki alveg út .. ) og inn með fylgihlutina.
K50K501560001_F

K60K601514004_F K60K601512001_F

Skemmtileg snið og áberandi merkingar sem búa til betra lúkk.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

OUTFIT

OUTFIT

Ég var á svo miklu stússi alla helgina að ég settist varla niður heima hjá mér. Það gafst því lítill tími til fataskipta sem skipti þó engu máli þar sem ég var í þægilegu Andreu-outfitti – svona líður mér vel:

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset 

Buxur: Zara
Leðurjakki: Urban Renewal úr Urban Outfitters
Skyrta: Monki
Skór: Adidas Tubular Runner
Taska: Louis Vuitton
Sólgleraugu: Ray Ban

Buxurnar sem ég er í eru mínar allra uppáhalds buxur. Ég klæddist þeim upphaflega í myndatöku fyrir 5 árum og stuttu eftir það fann ég þær loksins í Zöru. Ég er alltaf að leita mér að öðrum uppáhalds buxum í svipuðum stíl en hef ekki ennþá fundið jafn þægilegar og flottar buxur. Leitin heldur áfram.

Skóna hef ég ofnotað síðan ég keypti mér þá í Köben í lok síðasta árs. Strákarnir í Húrra Reykjavík voru að fá skóna í karlastærðum í mjög takmörkuðu upplagi þannig að ef einhver töffari er að lesa þessa færslu þá mæli ég 100% með þessum skóm!
Processed with VSCOcam with f2 preset

Ég fór svo í Húrra Reykjavík að skoða guðdómlegu sólgleraugun frá HAN KJØBENHAVN – ég sýni ykkur fleiri týpur í sér færslu.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Fallegasta kona í heimi. Á Kaffihúsi Vesturbæjar – okkar hverfiskaffihúsi.

xx

Andrea Röfn

 

OUTFIT

ANDREA RÖFNOUTFIT

Helgin var pökkuð af afmælum, kökuboðum og leikhúsferð, sem sagt mikið fjör.

Outfit laugardagsins var svart og afar þægilegt. Buxurnar og hálsmenið keypti ég í Orlando en ég er nýlent hér heima eftir mjög notalegt fjölskyldufrí –

Denise afmælisbarn x

Toppur: Monki
Bolur: Silence + Noise
Buxur: Forever 21
Hálsmen: Urban Outfitters
Skór: Monki

xx

Andrea Röfn

LARS MOEREELS

LJÓSMYNDIR

Ég rakst á mjög kúl blað í einni af mörgum ferðum mínum í Urban Outfitters í síðustu viku. Blaðið heitir Sheet og er með mikið af fallegum listrænum myndum. Ljósmyndirnar í blaðinu sem heilluðu mig mest voru eftir belgískan ljósmyndara og grafískan hönnuð sem heitir Lars Moereels. Ég kíkti á heimasíðuna hans og fékk lánaðar nokkrar myndir til að sýna!

10575942_10202695390968086_891640537_n

10617441_10202695391048088_1875255810_n

 

HÉR getið þið skoðað meira eftir hann.

 

//Karin

SKÓR DAGSINS

My closet

Í haust fjárfesti ég í þessum flottu flatform úr Urban Outfitters(Hamburg) en hef því miður notað þá örsjaldan. Ástæðan er sú að þeir eru ekki þægilegustu skór í heiminum sem virðist vera algengt fyrir flatform, allavega samkvæmt minni reynslu. Það var nákvæmlega málið með mína fyrstu úr H&M svo að ég verð greinilega að endurtaka gamla góða trixið.

..

Last fall I bought these studded flatform at Urban Outfitters(Hamburg) ..And like my other flatform from H&M they turned out to be quite uncomfortable so I might have to try my good old trix again!

PS

RIGHT NOW

Random stuffTraveling

Mynd frá því fyrr í sumar @UrbanOutfitters Berlin/Old pic from Berlin @UrbanOutfitters

 Þessa stundina lít ég mögulega svona út, eins og þið vitið þá er ég í Kaupmannahöfn um þessar mundir og mun sennilega kíkja í gamla góða Urban Outfitters. Blússandi helgarkveðja frá tímastillandi-Patta-bloggpóst!

..

Right this moment I might look like this as you know I’m in Copenhagen and will most probably drop by good old Urban Outfitters. Have a nice one peeps!

PS