Ítalska lúxus merkið Bottega Veneta hefur verið á mikilli uppleið undanfarið eftir að eitt mest “hype-aða” nafnið í tískuheiminum, Daniel Lee, tók við sem listrænn stjórnandi fyrir rúmu ári síðan. Lee, sem hefur unnið hjá tískuhúsum eins og Maison Margiela, Balenciaga and Donna Karan og nú síðast Céline, tók við af Tomas Maier sem hafði gegnt starfinu í 17 ár. Leður aukahlutirnir frá Bottega Veneta hafa sérstaklega vaxið í vinsældum undanfarið og erfitt er að nálgast þá vinsælustu því þeir verða alltaf uppseldir strax.
Undirituð er búin að vera með samstarf Bottega Veneta við netrisann MyTheresa á heilanum upp á síðkastið. Ætli það sé ekki rauði liturinn og andi jólanna sem sé að kalla á mig hvað mest.
Þrír IT aukahlutir í dramatískt rauðum lit – klassískir og enfaldir … en elegant.
Þessi mini-lína samanstendur af tveimur handtöskum og einu pari af skóm.Ég elska sandalana með háa hælnum – þessi stíll er algjörlega málið í dag.
Minni taskan kemur með langri reim og er því bæði hægt að bera hana yfir öxlina eða sem “clutch”.
Þó svo að ég elski rauða litinn þá myndi ég mögulega kaupa vörurnar í klassískari lit, þetta eru nefnilega vöru sem rífa svo sannarlega í veskið svo það er eins gott að vanda valið.
Drauma .. taskan fæst: HÉR en skórnir eru uppseldir HÉR
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg