Ég lagði í Parísarferð um helgina og var það að miklu leyti vegna þessarar duglegu konu, Huldu Halldóru. Hulda er stílisti frá Íslandi sem hefur verið að gera það gott í alls konar verkefnum heima á klakanum en nú síðast á sýningunni hjá Kenzo í Paris.
Það var dásamlegt að hitta hana í Parísarborg og eyða með henni stund fyrir og eftir sýningu(set inn “Lífið” póst frá deginum) og ég tala nú ekki um hvað var gaman að fylgjast með henni blómstra baksviðs í hlutverki sem fer henni svo vel.
Hulda er dugnaðarforkur og að landa verkefni hjá Kenzo tískuhúsinu sannar það. Það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni því hún er ung og bara rétt að byrja! Takk fyrir mig.
Ég fékk að kíkja í heimsókn baksviðs og fylgjast með stöðunni rétt fyrir sýningu.
Kenzo ætlar sér að halda hita á sínum kúnnum því samkvæmt sýningunni verðum við klædd snjógöllum, veit ekki hvort það gangi eftir en er eflaust nokkuð sniðugt fyrir kúnnahópinn á Íslandi – er það ekki?
Þetta eru mín uppáhalds lúkk. Línan í heild sinni var virkilega vel heppnuð þar sem mátti finna eitthvað fyrir alla. Nýju printin eru æðisleg.
Takk fyrir mig.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg