fbpx

ORÐ

ORÐ

Sumar vikur byrja með of marga punkta í hausnum – þekkið þið tilfinninguna?
Byrjum þessa viku með jákvæðu hugafari á þau verkefni sem framundan eru. Ég á það til að eyða of miklum tíma í að punkta niður á blað “to do” í stað þess að byrja strax. En það er einmitt svolítið morguninn í hnotskurn hjá mér þennan mánudaginn. Það er mikilvægt að skipuleggja sig, en um að gera að byrja svo að vinna sig niður listann í stað þess að ofhugsa hlutina. Þetta eru því vel viðeigandi orð fyrir mig sjálfa þennan daginn.

SS1EIP

Orðin geta átt allskonar þýðingu: Hægt að taka til sín fyrir smærri verkefni eins og ég í dag en einnig inn í lífið almennt.

Ef við erum með drauma sem við við viljum að verði að veruleika þá verðum við að byrja einhverstaðar. Það gerist ekkert nema við vinnum fyrir því. Þó það séu ekki nema fyrstu markmiðin? Koma svo! Allt er mögulegt.

S T A R T S O M E W H E R E.

Gleðilegan mánudag.
xx,-EG-.

SWEET DREAMS

Skrifa Innlegg