fbpx

MÓÐIR JÖRÐ

LÍFIÐ

Ég er búin að upplifa svo marga fallega nýja staði á ferðalagi mínu um landið í sumar. Einn af þeim sem fékk mikil viðbrögð á Instagram er dásamlegur grænn og góður bær, Vallanes sem er rétt við Egilsstaði. Það var hún Bergný vinkona mín (ferðamálafræðingur sem veit allt) sem mældi með honum við okkur og það gleður mig að mæla með honum við ykkur.

Í Vallanesi er fyrirtækið Móðir Jörð sem ræktar og framleiðir íslensk matvæli úr jurtaríkinu í sátt við náttúruna.  Þeirra helstu framleiðsluvörur eru bygg og heilhveiti, hrökkbrauð, sultur, ferskt grænmeti og margt fleira. Einhverjir þekkja líklega til merkisins sem er selt í matvöruverslunum landsins, en ég sem “útlendingur” þekkti það ekki endilega áður en ég heimsótti þennan stað.

Við borðuðum máltíð þarna með tengdaforeldrum mínum og drukkum svo kaffi og borðuðum eftirétt í þessu drauma gróðurhúsi sem passaði einstaklega vel við rómantíska dressið sem ég klæddist þennan dag.

Sjáið þið þessa fegurð …

Halló,  má ég eiga heima hérna?

Hamingjukast ..

Toppur og  stuttbuxur: Monki,  Strigaskór: Acne

Fyrir áhugasama þá fann ég heimasíðuna þeirra HÉR

Góða helgi. Kaupið blóm, það er það sem ég hugsaði þegar ég skoða þessar myndir haha.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

SUNNUDAGUR Á SEYÐISFIRÐI

Skrifa Innlegg