Ég var beðin um að deila tískuráðum sem ég hef fengið frá mömmu minni …
Það fyrsta sem kom uppí höfuðið á mér var ritað niður á blað og nú rakst ég á þau orð í Nýju Lífi. Það er gott og hollt að þurfa að líta aftur í tímann. Ég var til dæmis alltaf látinn vinna fyrir mínum kaupum og ég þakka fyrir það í dag. Þar sem að mér fannst gaman að kaupa ný föt þá vann ég líka meira. ;) Á Menntaskólaárunum vann ég um 50% með skóla og síðan þá hef ég alltaf viljað vinna mikið – það er þroskandi og kemur manni lengra í lífinu. Hollt fyrir unglinga að þurfa að fylgjas með eyðslunni.
“Mamma studdi mig í gegnum allskonar tímabil án þess að dæma misgóðar ákvarðanir í fatavali í gegnum tíðina. Ég held að hún hafi leyft mér að taka sjálfstæðar ákvarðanir til að finna minn persónulega stíl, hvernig sem hann myndi þróast. Ég þakka fyrir það í dag og reyni að kenna dóttir minni það sama. Mikilvægasti punkturinn í mínu tísku-uppeldi er það að foreldrar mínir hafi kennt mér snemma að vinna fyrir því sem mig langaði að eignast. Ég vann því mjög mikið.”
Skemmtilegur liður … ólík svör frá hverjum og einum viðmælanda.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg