fbpx

MALENE FYRIR MIG

Ég er að fara í brúðkaup á laugardaginn og hef enn ekki fundið dressið fyrir daginn. Ég rakst á þetta draumadress á myndum frá tískuvikunni í Kaupmannahöfn, það er Malene Birger sem á heiðurinn af hönnunni. Hefði verið tilvalið næstu helgi en það er örugglega lítill séns á að redda sér þar sem það er væntanlegt í búðir næsta sumar. Malene bauð uppá glæsilega sýningu í heild sinn, eins og oft áður. En ég hef árlega komið því að á blogginu hversu hrifin ég er af danska hönnuðinum.

Línuna í heild sinni sjáið þið: HÉR

malenebirger_028
 By Malene Birger SS16

Fyrir þá sem ekki vita þá fást vörur Malene í Evu Laugavegi og Kúltur Kringlunni. Kannski að maður skoði úrvalið sem þar má finna þessa dagana … gæti orðið heppin þó það verði ekki nákvæmlega þetta að ofan.

Eruð þið eins og ég? Alltaf á síðustu stundu! Maður segir kannski ekki frá því upphátt .. Nú þarf ég að fara að finna mér dress.

Langar –

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

BOB Á BÖRNIN

Skrifa Innlegg