Það er búið að vera nóg að gera síðustu daga .. meira en nóg. Í gær sinnti ég hlutverki fyrirsætu í einn dag – en það er góð ástæða fyrir því.
Loksins má ég segja ykkur frá leyniverkefni sem ég hef unnið að í nokkurn tíma.
Ég held að fyrsti undirbúnings fundur með fyrirtækinu hafi verið í janúar fyrir ári síðan, í tískuborginni París sem lá svo nálægt þáverandi heimili mínu. Mikið líður tíminn hratt!
Þið hafið eflaust einhver tekið eftir smá “tease-i” á samskiptamiðlum uppá síðkastið. Um er að ræða samstarfsverkefni við NTC sem snýr að fatalínu undir mínu nafni – Moss by Elísabet Gunnars.
Í hádeginu á föstudag munum við “launcha” línunni í verslun Galleri Sautján í Kringlunni og ég er orðin voða spennt.
Við skutum lookbook með Sögu snilling Sig sem lét mér líða eins og kvikmyndastjörnu – sú er fær í sínu fagi! Hlakka til að sýna ykkur afraksturinn. Ég var reyndar bara með gott fólk í kringum mig í tökunni og kem betur að þeim síðar. Þið sjáið hvað var gaman hér að ofan, bak við tjöldin.
Ég hvet ykkur til að fylgjast með á blogginu næstu daga. Ég mun halda ykkur upplýstum.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg