fbpx

LÍFIÐ ER NÚNA

INSPIRATIONSHOP

Góðan daginn frá dásamlegum hvítum morgni hér heima í Svíþjóð. Dagurinn minn verður nýttur í samveru með fjölskyldunni minni – mikið hlakka ég til.
Fyrst langar mig að segja ykkur frá mikilvægu málefni allir geta tengt við ..
Á morgun, sunnudaginn, 4. febrúar, hvetur Kraftur landsmenn alla til að mæta í Hörpuna milli klukkan 13 og 17 og perla armbönd til styrktar félagsins. Kraftur stefnir á Íslandsmet í fjölda manns við armbandagerð til styrktar góðu málefni.
Ég er með tvö slík á hendinni – annað fékk ég með jólapakka í desember og hitt barst í pósti núna í janúar. mig langar að kaupa miklu fleiri bara til að gefa og gleðja í kringum mig. Falleg gjöf sem er svo miklu meira en skraut á hendi. Kraftur er stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Það verður ekki bara perluð armbönd í Hörpu á morgun heldur verður stuð og steming með íslenskum listamönnum sem gefa vinnu sína til styrktar sambandsins. Þeir listamenn sem mæta eru Valdimar, Amabadama, Úlfur Úlfur og DJ Sóley.  

 

Hið fullkomna sunnudagseftirmiðdegi? Ég vona að þið mætið öll! Margt smátt gerir eitt stórt.

Meira: HÉR

Vertu perla! Lífið er núna!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GALLAR HJÁ GANNI

Skrifa Innlegg