Ég átti ljúfa byrjun á vikunni þegar ég heimsótti Krabbameinsfélagið á þessum ágæta mánudagsmorgni og afhenti þeim ágóðan af pokasölu Moss by Elísabet Gunnars. Þegar ég samþykkti verkefnið með NTC fannst mér mikilvægt að finna einhverja leið til þess að láta gott að mér leiða á sama tíma. Fyrsta hugmyndin sem kom í kollinn var að framleiða merkta taupoka samhliða fatalínunni sem boðnir yrðu til sölu til styrktar góðs málefnis. Ég notast mikið við sambærilega taupoka sjálf og því var það tilvalið.
Flest þekkjum við einhvern sem glímir við þennan hræðilega sjúkdóm og á þeim tíma þegar ég var að velja málefni til að styrkja veiktist amma mín sem varð til þess að ekkert annað en Krabbameinsfélagið kom til greina fyrir mig.
Sandra Sif tók vel á móti okkur Sylvíu frá NTC
Frá fyrsta söludegi var viðskiptavinum gefinn kostur á að kaupa pokana á 1295 krónur og þökk sé ykkur söfnuðust 100.000 krónur sem ég gat glöð afhent brosmildum andlitum í Hlíðunum í morgun. Margt smátt gerir eitt stórt.
Pokarnir eru uppseldir en það er enn (og alltaf) hægt að leggja Krabbameinsfélaginu lið – HÉR eru nokkrar leiðir sem ég hvet fólk til að skoða.
Takk Gallerí 17 og mikið þakklæti til ykkar sem fjárfestuð í poka.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg