fbpx

Lauren Wasser fyrir Noisy May

FASHIONFÓLK

English version below

Þið hafið eflaust tekið eftir fegurðardísinni sem prýðir forsíðu Trendnets þessa dagana? Um er að ræða fyrirsætuna Lauren Wasser sem er nýtt andlit Noisy May, fatamerkis sem fæst í Vero Moda.

Þó það sjáist ekki á myndunum á forsíðunni þá er Lauren búin að ganga í gegnum hræðilega lífsreynslu sem leiddi til þess að fjarlægja þurfti á henni annan fótinn. Hún sýktist af svokallaðri TSS bakteríu í október árið 2012 við notkun af túrtappa. Þetta er gríðarlega sjaldgjæf sýking en þó möguleg og er varað við henni á umbúðum túrtappa. Hún var nálægt því að missa lífið en slapp fyrir h0rn en því miður þurfti að fjarlægja annan fótinn og næstum báða, en hún missti tær á vinstri löppinni.

Þetta er ótrúleg saga og segir Lauren frá því í viðtölum að hún hafi átt mjög myrka tíma eftir sýkinguna og ekki séð sig geta lifað með þessu. Hún vildi þó sýna yngri bróður sínum að hún væri hörð og gæti lifað sem “bad ass” stelpa þrátt fyrir stórar hindranir. Það virðist vera að takast hjá henni og var hún fyrir valinu sem andlit herferðar hjá Noisy May.

Skemmtileg staðreynd um Lauren er að hún byrjað módelferil sinn ung að árum – en fyrsta verkefnið hennar var þegar hún var tveggja mánaða og birtust myndir af henni í ítalska Vouge.


Spot1ss1628483 ss1627774 ss1627534

Ég skoðaði hjá henni instagrammið @theimpossiblemuse – hún er algörlega að púlla þetta “bad ass” lúkk sem hún er að leita eftir.

Screen Shot 2016-02-19 at 8.09.23 PM
Screen Shot 2016-02-19 at 8.07.40 PM Screen Shot 2016-02-19 at 8.07.05 PM Screen Shot 2016-02-19 at 8.05.32 PMScreen Shot 2016-02-19 at 8.06.25 PMScreen Shot 2016-02-19 at 8.05.13 PM
Húrra fyrir þessari hetju sem er góð fyrirmynd sem lærir að lifa með sínum örum.

//
Lauren Wasser is the face for Noisy May’s the new campaign. She experienced a nightmare, at the age of 24 and on the top of the model carrier she felt really ill during her period. She got so called TSS infection using a normal tampon. She was lucky to survive, but lost her right leg and was close to losing the left one also.
Her time after the the horrible event was dark. But she decided to show her little brother that the life was worth fighting for and she could live as a bad ass girl with her scars.
A big fighter, big hero and great role model for young girls.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

JANÚAR Á INSTAGRAM

Skrifa Innlegg